Enski boltinn

Hernandez: De Gea er besti markvörður í heimi

Stefán Árni Pálsson skrifar
David de Gea og Javier Hernandez
David de Gea og Javier Hernandez Mynd / Getty Images
Javier Hernandez, leikmaður Manchester United, hefur mikið álit á liðsfélaga sínum David de Gea og telur hann vera besta markvörð heimsins.

Þessi 22 ára Spánverji hefur fengið mikla gagnrýni á sig síðan hann kom til Manchester United árið 2011 en undanfarna mánuði hefur þessi ungu markvörður staðið sig einkar vel fyrir Englandsmeistarana.

„Fyrir mitt leiti er þetta besti markvörðurinn í heiminum í dag,“ sagði Hernandez við Sky Sports News.

„Hann er alltaf okkar fyrsti valkostir í rammann og drengurinn sýndi mikinn stöðuleika á síðasta tímabili.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×