Umfjöllun og viðtöl: Þór - Stjarnan 3-3 | Stjarnan vann í vító Ólafur Tómasson á Þórsvelli skrifar 30. maí 2013 09:05 Markaveisla var uppskriftin þegar Stjarnan sló Þór út í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu eftir vítaspyrnukeppni. Jafnt var 2-2 að loknum venjulegum leiktíma og 3-3 í lok framlengingar. Fyrri hálfleikurinn var líflegur, hraður og fjörugur. Heimamenn byrjuðu betur en það voru þó gestirnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins og þar var á ferð Halldór Orri Björnsson á 23. mínútu en það var Veigar Páll sem átti stoðsendinguna. Stjörnumenn voru þó ekki lengi yfir því Jóhann Helgi Hannesson jafnaði fyrir Þór aðeins fjórum mínútum seinna eftir klaufagang í varnarleik Stjörnumanna. Þetta reyndust einu mörkin í annars líflegum fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn fór nokkuð rólegra af stað en á 60. mínútu kom Baldvin Sturluson Stjörnumönnum aftur yfir með skoti úr teignum sem virtist fara nokkuð auðveldlega framhjá Rajkovic í marki Þórs. Eftir markið dó leikurinn algjörlega og í raun gerðist afar lítið sem ekkert þangað til á 92. mínútu þegar Jóhann Helgi Hannesson jafnaði metin fyrir Þór eftir stoðsendingu frá Chuck Chijindu. Eftir bragðdaufan seinni hálfleik tók við framlenging sem var vægast sagt lífleg, opin og að mestu laus við varnarleik. Stjörnumenn komust aftur yfir á 96. mínútu þegar hann skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu. Tryggvi Sveinn Bjarnason skallaði langa sendingu áfram á Veigar sem lék skemmtilega á varnarmenn Þórs og skilaði boltanum í netið. Heimamenn voru þó ekki á því að gefast upp, lögðu enn meiri kraft í sóknarleik sinn sem opnaði leikinn algjörlega upp á gátt. Það var svo á 116. mínútu þegar Hörður Árnason gerðist sekur um afar klaufaleg vinnubrögð þegar hann hnoðaði niður Svein Elías Jónsson við markteigshornið. Gunnar Jarl Jónsson hikaði ekki, dæmdi víti og gaf Herði rauða spjaldið. Jóhann Þórhallson mætti á punktinn og skilaði boltanum örugglega í netið. Mörkin voru ekki fleiri í venjulegum leiktíma og endaði leikurinn því í vítaspyrnukeppni og svo bráðabana þar sem Baldvin Sturluson skoraði síðasta markið og tryggði Stjörnumönnum sæti í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla.Jóhann Helgi: Stoltur af því að vera ÞórsariJóhann Helgi Hannesson, framherji Þórs, var ánægður með sína menn að hafa þrívegis komið tilbaka eftir að hafa lent undir. „Þetta var frábær karakter og við sýndum það að Þórshjartað er enn þá til staðar. Við komum til baka þrisvar sinnum í leiknum og hefðum getað klárað þetta í lokin" „Ég er bara stoltur af liðinu mínu og því að vera Þórsari í dag." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Markaveisla var uppskriftin þegar Stjarnan sló Þór út í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu eftir vítaspyrnukeppni. Jafnt var 2-2 að loknum venjulegum leiktíma og 3-3 í lok framlengingar. Fyrri hálfleikurinn var líflegur, hraður og fjörugur. Heimamenn byrjuðu betur en það voru þó gestirnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins og þar var á ferð Halldór Orri Björnsson á 23. mínútu en það var Veigar Páll sem átti stoðsendinguna. Stjörnumenn voru þó ekki lengi yfir því Jóhann Helgi Hannesson jafnaði fyrir Þór aðeins fjórum mínútum seinna eftir klaufagang í varnarleik Stjörnumanna. Þetta reyndust einu mörkin í annars líflegum fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn fór nokkuð rólegra af stað en á 60. mínútu kom Baldvin Sturluson Stjörnumönnum aftur yfir með skoti úr teignum sem virtist fara nokkuð auðveldlega framhjá Rajkovic í marki Þórs. Eftir markið dó leikurinn algjörlega og í raun gerðist afar lítið sem ekkert þangað til á 92. mínútu þegar Jóhann Helgi Hannesson jafnaði metin fyrir Þór eftir stoðsendingu frá Chuck Chijindu. Eftir bragðdaufan seinni hálfleik tók við framlenging sem var vægast sagt lífleg, opin og að mestu laus við varnarleik. Stjörnumenn komust aftur yfir á 96. mínútu þegar hann skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu. Tryggvi Sveinn Bjarnason skallaði langa sendingu áfram á Veigar sem lék skemmtilega á varnarmenn Þórs og skilaði boltanum í netið. Heimamenn voru þó ekki á því að gefast upp, lögðu enn meiri kraft í sóknarleik sinn sem opnaði leikinn algjörlega upp á gátt. Það var svo á 116. mínútu þegar Hörður Árnason gerðist sekur um afar klaufaleg vinnubrögð þegar hann hnoðaði niður Svein Elías Jónsson við markteigshornið. Gunnar Jarl Jónsson hikaði ekki, dæmdi víti og gaf Herði rauða spjaldið. Jóhann Þórhallson mætti á punktinn og skilaði boltanum örugglega í netið. Mörkin voru ekki fleiri í venjulegum leiktíma og endaði leikurinn því í vítaspyrnukeppni og svo bráðabana þar sem Baldvin Sturluson skoraði síðasta markið og tryggði Stjörnumönnum sæti í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla.Jóhann Helgi: Stoltur af því að vera ÞórsariJóhann Helgi Hannesson, framherji Þórs, var ánægður með sína menn að hafa þrívegis komið tilbaka eftir að hafa lent undir. „Þetta var frábær karakter og við sýndum það að Þórshjartað er enn þá til staðar. Við komum til baka þrisvar sinnum í leiknum og hefðum getað klárað þetta í lokin" „Ég er bara stoltur af liðinu mínu og því að vera Þórsari í dag."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira