Femínistar gagnrýna WOW Air harðlega Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. maí 2013 12:13 Femínistar gagnrýna umfjöllun WOW air um Rauða hverfið í Amsterdam. Í grein sem birtist á knuz.is í dag gagnrýna femínistarnir Hildur Lillendahl og Steinunn Rögnvaldsdóttir texta sem má finna á heimasíðu WOW Air. Um er að ræða kynningartexta á Amsterdam, en undir millifyrirsögninni „Hass og hórur“ er fjallað um Rauða hverfið í borginni. „Textinn var gjörsamlega tekinn úr samhengi“, segir upplýsingafulltrúi WOW air. Flugfélagið segir hverfið vera alræmt lastabæli sem sómakært fólk ýmist forðast eða þykist forðast. Þar sé elsta atvinnugrein í heimi stunduð og gleðikonur stilli sér upp í gluggum þar sem þær bíða eftir næsta kúnna. Því næst er sérstaklega minnst á að margar vændiskonurnar séu gamlar og lúnar en aðrar ef til vill ferskari. Lýsa eftir jafnréttisstefnu WOW Femínistar segja WOW leggjast lágt. „Flugfélagið tekur það beinlínis upp hjá sjálfu sér að markaðssetja líkama kvenna til að selja flug. Flugfélagið finnur líka hjá sér hvöt til að raða vændiskonunum í Amsterdam upp eftir girnileika þeirra.“ Knúzarar lýsa eftir jafnréttisstefnu WOW, að baki slíkrar markaðssetningar liggi djúpstæð kvenfyrirlitning. Eins og að minnast ekki á Eiffel turninn í París Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, skrifaði textann. Hún segir sorglegt að sjá Knúz konur taka orðin úr samhengi. „Ég vil biðjast velvirðingar á því að hafa sært eða móðgað einhvern. Þetta er umfjöllun um áfangastað sem ég skrifaði eftir upplýsingum sem ég fékk frá Ferðamannaráði Amsterdam, en Rauða hverfið er eitthvað sem dregur ferðamenn þangað og er órjúfanlegur hluti af menningu borgarinnar. Að minnast ekki á það er eins og að minnast ekki á Eiffel turninn í umfjöllun um París.“ Búið að lagfæra textann Svanhvít viðurkennir að orðalag textans hafa verið óheppilegt. „Þetta var gjörsamlega tekið úr samhengi og fólk sem les umfjöllunina í heild sinni ætti að átta sig á því. Við tökum gagnrýninni þó að sjálfsögðu og textinn hefur verið lagfærður á vefsíðu okkar. Þetta er mjög leiðinlegt mál þar sem ég sjálf er mikill jafnréttissinni og meirihluti fólks í stjórnunarstöðum hjá WOW eru konur.“ Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Í grein sem birtist á knuz.is í dag gagnrýna femínistarnir Hildur Lillendahl og Steinunn Rögnvaldsdóttir texta sem má finna á heimasíðu WOW Air. Um er að ræða kynningartexta á Amsterdam, en undir millifyrirsögninni „Hass og hórur“ er fjallað um Rauða hverfið í borginni. „Textinn var gjörsamlega tekinn úr samhengi“, segir upplýsingafulltrúi WOW air. Flugfélagið segir hverfið vera alræmt lastabæli sem sómakært fólk ýmist forðast eða þykist forðast. Þar sé elsta atvinnugrein í heimi stunduð og gleðikonur stilli sér upp í gluggum þar sem þær bíða eftir næsta kúnna. Því næst er sérstaklega minnst á að margar vændiskonurnar séu gamlar og lúnar en aðrar ef til vill ferskari. Lýsa eftir jafnréttisstefnu WOW Femínistar segja WOW leggjast lágt. „Flugfélagið tekur það beinlínis upp hjá sjálfu sér að markaðssetja líkama kvenna til að selja flug. Flugfélagið finnur líka hjá sér hvöt til að raða vændiskonunum í Amsterdam upp eftir girnileika þeirra.“ Knúzarar lýsa eftir jafnréttisstefnu WOW, að baki slíkrar markaðssetningar liggi djúpstæð kvenfyrirlitning. Eins og að minnast ekki á Eiffel turninn í París Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, skrifaði textann. Hún segir sorglegt að sjá Knúz konur taka orðin úr samhengi. „Ég vil biðjast velvirðingar á því að hafa sært eða móðgað einhvern. Þetta er umfjöllun um áfangastað sem ég skrifaði eftir upplýsingum sem ég fékk frá Ferðamannaráði Amsterdam, en Rauða hverfið er eitthvað sem dregur ferðamenn þangað og er órjúfanlegur hluti af menningu borgarinnar. Að minnast ekki á það er eins og að minnast ekki á Eiffel turninn í umfjöllun um París.“ Búið að lagfæra textann Svanhvít viðurkennir að orðalag textans hafa verið óheppilegt. „Þetta var gjörsamlega tekið úr samhengi og fólk sem les umfjöllunina í heild sinni ætti að átta sig á því. Við tökum gagnrýninni þó að sjálfsögðu og textinn hefur verið lagfærður á vefsíðu okkar. Þetta er mjög leiðinlegt mál þar sem ég sjálf er mikill jafnréttissinni og meirihluti fólks í stjórnunarstöðum hjá WOW eru konur.“
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira