Íslenski boltinn

Framarar styrkja sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson er þjálfari Fram.
Þorvaldur Örlygsson er þjálfari Fram. Mynd/Vilhelm
Mauritz Erbs, Þjóðverji á átjánda aldursári, hefur samið við Fram um að leika með félaginu í sumar.

Þetta kemur fram á Fótbolti.net. Erbs æfði með Fram í vor og mun klára tímabilið í Þýskalandi og halda svo til Íslands í næstu viku.

Hann hefur spilað fyrst og fremst sem varnaramaður að undanförnu en hefur engu að síður verið duglegur að skora fyrir lið sitt.

Fram mætir Fylki í 2. umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×