Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fram 1-1 Fylkir | Viðar bjargaði Fylki Sigmar Sigfússon á Laugardalsvelli skrifar 13. maí 2013 15:15 Mynd/Daníel Viðar Örn Kjartansson tryggði Fylki 1-1 jafntefli á móti Fram á Laugardalsvelli í annari umferð Pepsi deildar karla í kvöld. Leikurinn fór heldur rólega af stað í fyrri hálfleik og liðin sköpuðu sér fá færi. Töluverður vindur gerði mönnum erfitt fyrir og fjölmargar sendingar rötuðu ekki á samherja. Í seinni hálfleik var annað upp á teningnum. Kristinn Ingi Halldórsson kom inn af bekknum hjá Fram á 61. mínútu leiksins og var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Fjórum mínútum seinna átti hann ágætis sprett upp kantinn og lagði upp markið sem Lennon skoraði fyrir sína menn. Við markið virtust Fylkismenn vakna upp úr værum svefni og gáfu í. Þessi aukni kraftur drengjanna frá Árbænum skilaði sér í frábæru marki. Gamla kempan Tryggvi Guðmundsson átti þá góða sendingu inn á teig frá vinstri kanti, á kollinn á Viðari Erni, sem skoraði með skalla á 87. mínútu leiksins. Flott mark hjá Selfyssingnum knáa. Eftir þetta jöfnunarmark Fylkis færðist mikil spenna í leikinn. Fylkismenn töldu sig hafa skorað mark þegar Heiðar Geir Júlíusson tæklaði boltann í netið en Guðmundur Ársæll dæmdi markið af. Jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða þó bæði lið séu svekkt með aðeins eitt stig. Framarar hafa fjögur stig eftir tvo leiki en stigið var það fyrsta hjá Árbæingum í sumar. Viðar Örn: Tryggvi einbeitir sér að stoðsendingunum„Það var ekkert að gerast fyrr en við fáum á okkur markið eftir barnaleg mistök. Það var eins og við hefðum gengið klip í bakið og loksins byrjað að ógna þeim,“ sagði markaskorarinn Viðar Örn Kjartansson. „Það er auðvitað gott að ná jafntefli eftir að hafa verið undir en samt er ég ósáttur að við höfum ekki náð að stela þessu,“ sagði Viðar sem er kominn með tvö mörk í tveimur leikjum. Aðspurður hvað Tryggva Guðmundssyni fyndist um að einhver annar sæi um að skora mörkin hló Viðar: „Hann er bara ánægður með þetta enda finnst honum gaman að leggja það upp. Hann sagði mér það inni í klefa áðan. Hann er kominn með markametið og ætlar að bæta stoðsendingametið.“ Steven Lennon: Ég hef ekkert að sanna„Þeir settu okkur undir pressu í seinni hálfleiknum. Það gerðist ítrekað síðustu tvö tímabil og ef við ætlum okkur hluti í deildinni þurfum við að hætta að fá á okkur mörk undir lokin,“ sagði Steven Lennon markaskorari Fram. Lennon kom Fram yfir á 65. mínútu en í kjölfarið blésu Fylkismenn til sóknar. „Vindurinn hafði sitt að segja en ef við hefðum sett 5% meiri orku í leikinn hefðum við líklega landað sigri. “ Steven Lennon átti frábært undirbúningstímabil í fyrra en meiðsli plöguðu hann á tímabilinu sjálfu þar sem Framarar stóðu ekki undir væntingum. „Persónulega tel ég mig ekki hafa neitt að sanna. Undirbúningstímabilið í fyrra gekk mjög vel en svo hef ég glímt lengi við meiðsli. Nú virðist ég vera að komast á ról,“ segir Lennon. Nú sé engin pressa á Frömurum. „Það var pressa á okkur í fyrra en nú reikna flestir með því að við verðum í neðri hlutanum. Við þurfum ekki að sanna okkur fyrir neinum heldur bara einbeita okkur að leiknum,“ sagði Skotinn. Þorvaldur: Spurning hvort við áttum að fá víti„Það er spurning hvort við hefðum átt að fá víti þegar Sverrir Garðarsson fer í Hólmbert. Hann fór ekki niður en Sverrir fær samt sem áður gult spjald. Við fengum ágætis sókn úr þessu og áttum að klára leikinn þá,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir leik. „Vinnslan var góð og við vorum duglegir. Við náðum aldrei almennilegu spili því Fylkismenn lágu aftarlega á vellinum,“ sagði Þorvaldur. „Úr því sem komið var er ég sáttur með stigið hérna í kvöld.“ Ásmundur: Ekki sáttur við eitt stig„Sigurinn hefði geta dottið báðum megin en mér fannst við eiga fleiri möguleika. Mér fannst líka að við hefðum átt að fá víti sem ekki var dæmt og þá var mark sem átti að standa ekki dæmt. Miðað við það er maður ekki sáttur við eitt stig hérna í kvöld,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, eftir leik.Mynd/Daníel Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson tryggði Fylki 1-1 jafntefli á móti Fram á Laugardalsvelli í annari umferð Pepsi deildar karla í kvöld. Leikurinn fór heldur rólega af stað í fyrri hálfleik og liðin sköpuðu sér fá færi. Töluverður vindur gerði mönnum erfitt fyrir og fjölmargar sendingar rötuðu ekki á samherja. Í seinni hálfleik var annað upp á teningnum. Kristinn Ingi Halldórsson kom inn af bekknum hjá Fram á 61. mínútu leiksins og var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Fjórum mínútum seinna átti hann ágætis sprett upp kantinn og lagði upp markið sem Lennon skoraði fyrir sína menn. Við markið virtust Fylkismenn vakna upp úr værum svefni og gáfu í. Þessi aukni kraftur drengjanna frá Árbænum skilaði sér í frábæru marki. Gamla kempan Tryggvi Guðmundsson átti þá góða sendingu inn á teig frá vinstri kanti, á kollinn á Viðari Erni, sem skoraði með skalla á 87. mínútu leiksins. Flott mark hjá Selfyssingnum knáa. Eftir þetta jöfnunarmark Fylkis færðist mikil spenna í leikinn. Fylkismenn töldu sig hafa skorað mark þegar Heiðar Geir Júlíusson tæklaði boltann í netið en Guðmundur Ársæll dæmdi markið af. Jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða þó bæði lið séu svekkt með aðeins eitt stig. Framarar hafa fjögur stig eftir tvo leiki en stigið var það fyrsta hjá Árbæingum í sumar. Viðar Örn: Tryggvi einbeitir sér að stoðsendingunum„Það var ekkert að gerast fyrr en við fáum á okkur markið eftir barnaleg mistök. Það var eins og við hefðum gengið klip í bakið og loksins byrjað að ógna þeim,“ sagði markaskorarinn Viðar Örn Kjartansson. „Það er auðvitað gott að ná jafntefli eftir að hafa verið undir en samt er ég ósáttur að við höfum ekki náð að stela þessu,“ sagði Viðar sem er kominn með tvö mörk í tveimur leikjum. Aðspurður hvað Tryggva Guðmundssyni fyndist um að einhver annar sæi um að skora mörkin hló Viðar: „Hann er bara ánægður með þetta enda finnst honum gaman að leggja það upp. Hann sagði mér það inni í klefa áðan. Hann er kominn með markametið og ætlar að bæta stoðsendingametið.“ Steven Lennon: Ég hef ekkert að sanna„Þeir settu okkur undir pressu í seinni hálfleiknum. Það gerðist ítrekað síðustu tvö tímabil og ef við ætlum okkur hluti í deildinni þurfum við að hætta að fá á okkur mörk undir lokin,“ sagði Steven Lennon markaskorari Fram. Lennon kom Fram yfir á 65. mínútu en í kjölfarið blésu Fylkismenn til sóknar. „Vindurinn hafði sitt að segja en ef við hefðum sett 5% meiri orku í leikinn hefðum við líklega landað sigri. “ Steven Lennon átti frábært undirbúningstímabil í fyrra en meiðsli plöguðu hann á tímabilinu sjálfu þar sem Framarar stóðu ekki undir væntingum. „Persónulega tel ég mig ekki hafa neitt að sanna. Undirbúningstímabilið í fyrra gekk mjög vel en svo hef ég glímt lengi við meiðsli. Nú virðist ég vera að komast á ról,“ segir Lennon. Nú sé engin pressa á Frömurum. „Það var pressa á okkur í fyrra en nú reikna flestir með því að við verðum í neðri hlutanum. Við þurfum ekki að sanna okkur fyrir neinum heldur bara einbeita okkur að leiknum,“ sagði Skotinn. Þorvaldur: Spurning hvort við áttum að fá víti„Það er spurning hvort við hefðum átt að fá víti þegar Sverrir Garðarsson fer í Hólmbert. Hann fór ekki niður en Sverrir fær samt sem áður gult spjald. Við fengum ágætis sókn úr þessu og áttum að klára leikinn þá,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir leik. „Vinnslan var góð og við vorum duglegir. Við náðum aldrei almennilegu spili því Fylkismenn lágu aftarlega á vellinum,“ sagði Þorvaldur. „Úr því sem komið var er ég sáttur með stigið hérna í kvöld.“ Ásmundur: Ekki sáttur við eitt stig„Sigurinn hefði geta dottið báðum megin en mér fannst við eiga fleiri möguleika. Mér fannst líka að við hefðum átt að fá víti sem ekki var dæmt og þá var mark sem átti að standa ekki dæmt. Miðað við það er maður ekki sáttur við eitt stig hérna í kvöld,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, eftir leik.Mynd/Daníel
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira