Innlent

Broadway breytt í heilsumiðstöð

Ásdís Halla Bragadóttir og Kristján Þór Júlíusson.
Ásdís Halla Bragadóttir og Kristján Þór Júlíusson.
Til stendur að breyta skemmtistaðnum Broadway í Ármúla í Lækna- og heilsumiðstöð og Park Inn hótelinu á sama stað í heilsuhótel. Þessi áform verða kynnt á blaðamannafundi á Broadway klukkan þrjú í dag en í tilkynningu segir að fjárfesting verkefnisins nemi um tveimur milljörðum króna.

Á fundinum verða Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður EVA consortium, sem stendur að verkefninu og heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×