Innlent

Bað guð um að taka soninn til sín

„Ég myndi ekki þora að banna þeim að koma heim, ég gæti ekki tekist á við sorgina ef illa færi og ég hefði útilokað þá, eins og sumir hafa þurft að gera.“

Þetta segir móðir tveggja fíkla. Hún segist ekki þurfa að skammast sín fyrir það uppeldi sem hún veitti þeim, ástand þeirra sé ekki henni að kenna en á tímabili óskaði hún þess að guð tæki þá til sín, svo djúpt voru þeir sokknir.

Í Íslandi í dag hittir Sindri Sindrason Ingu Lóu Birgisdóttur sem hvetur aðstandendur fíkla til að leita sér hjálpar, það sé engin skömm að því.

Ísland í dag hefst klukkan 18:55 í kvöld í opinni dagskrá á Stöð2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×