Lífið

Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Ofurkonuna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ísraelska leikkonan og fyrirsætan Gal Gadot hreppti hlutverk Wonder Woman, eða Ofurkonunnar, í kvikmyndinni Batman vs. Superman sem verður frumsýnd árið 2015.

Gal lék Gisele í fimmtu og sjöttu Fast and the Furious-myndunum en hér eru fimm hlutir sem eru ekki á allra vitorði um þetta nýstirni.

1. Hún kann að verja sig

Gal var hermaður í ísraelska hernum í tvö ár.

2. Hún er fegurðardrottning

Gal keppti í Ungfrú heimur árið 2004 og sat fyrir hjá tímaritinu Maxim í umdeildri umfjöllun um kynþokkafullar konur í ísraelska hernum.

Hörkukvendi.
3. Hún elskar mótorhjól

Gal keyrir um á mótorfák í Fast and the Furious-myndunum og á sjálf Ducati-hjól.





Sætar mæðgur.
4. Hún er móðir

Gal á dóttur sem er tveggja ára og heitir Alma með eiginmanni sínum Yaron Versano.

Gal og Paul á góðri stundu.
5. Hún var vinkona Paul Walker

"Ég missti kæran vin í dag," skrifaði Gal á Twitter-síðu sína þegar hún heyrði af andláti leikarans Paul Walker.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.