Ný lyfta í Skálafell?: "Þetta myndi stækka skíðasvæðið mjög mikið" Hrund Þórsdóttir skrifar 14. október 2013 18:45 Hópur sem nefnist Opnum Skálafell vill að sett verði diskalyfta upp á Skálafell, frá enda stólalyftunnar að mastrinu á toppi fjallsins. Talsmenn hans telja þetta hagkvæman og raunhæfan kost sem gæti lengt skíðavetur borgarbúa mikið. „Við sjáum þetta fyrir okkur sem sniðugan millileik á meðan ekki er til fjármagn í snjóframleiðslu, sem er náttúrulega mest aðkallandi málið fyrir skíðasvæði á suðvesturhorninu,“ segir Kári Sævarsson, forsprakki Opnum Skálafell. Kári segir skort á vatni hafa verið notaðan sem rök fyrir því að fara ekki í snjóframleiðslu í Bláfjöllum og bendir á að í Skálafelli sé nóg af vatni. Hann segir diskalyftu á toppinn hagkvæman kost til að tryggja fleiri opnunardaga á skíðasvæðum höfuðborgarinnar og Anna Laufey Sigurðardóttir, formaður skíðadeildar KR, tekur undir. „Það er alltaf snjór í skálinni fyrir ofan stólalyftuna svo þótt ekki sé hægt að opna hana vegna snjóleysis, þá er snjór til staðar þarna efst uppi. Svo gæti þetta verið fyrsta skrefið í átt að uppbyggingu í Norðurhlíðinni, sem við erum alltaf að horfa til,“ segir Anna Laufey. Þau segja norðurhlið Skálafells bjóða upp á veðursæld og mikið snjóöryggi auk þess sem ekki þurfi að fara út í landmótun. Möguleikar til uppbyggingar þar væru því miklir að þeirra mati, ekki síst ef diskalyftan væri komin á toppinn. Þau segja hægt að færa aðra af diskalyftunum neðar í fjallinu þangað upp og að þar gæti hún til dæmis nýst fjölskyldufólki, æfingakrökkum og snjóbrettafólki, sem oft geti gert mikið úr litlu. „Þetta myndi líka bæta nýtingu á fjallinu og stækka skíðasvæðið mjög mikið, því utanbrautarfólk gæti til dæmis skíðað langt út með hlíðinni,“ bendir Anna Laufey á. Hvað teljið þið að þetta gæti lengt skíðatímabilið mikið? „Við gætum byrjað starfsemi hérna um miðjan nóvember, býst ég við,“ segir Anna Laufey. „Já og sem dæmi má nefna að síðasta vetur var skafl í skálinni langt fram í maí,“ bætir Kári við. Hér má sjá facebooksíðu Opnum Skálafell Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Hópur sem nefnist Opnum Skálafell vill að sett verði diskalyfta upp á Skálafell, frá enda stólalyftunnar að mastrinu á toppi fjallsins. Talsmenn hans telja þetta hagkvæman og raunhæfan kost sem gæti lengt skíðavetur borgarbúa mikið. „Við sjáum þetta fyrir okkur sem sniðugan millileik á meðan ekki er til fjármagn í snjóframleiðslu, sem er náttúrulega mest aðkallandi málið fyrir skíðasvæði á suðvesturhorninu,“ segir Kári Sævarsson, forsprakki Opnum Skálafell. Kári segir skort á vatni hafa verið notaðan sem rök fyrir því að fara ekki í snjóframleiðslu í Bláfjöllum og bendir á að í Skálafelli sé nóg af vatni. Hann segir diskalyftu á toppinn hagkvæman kost til að tryggja fleiri opnunardaga á skíðasvæðum höfuðborgarinnar og Anna Laufey Sigurðardóttir, formaður skíðadeildar KR, tekur undir. „Það er alltaf snjór í skálinni fyrir ofan stólalyftuna svo þótt ekki sé hægt að opna hana vegna snjóleysis, þá er snjór til staðar þarna efst uppi. Svo gæti þetta verið fyrsta skrefið í átt að uppbyggingu í Norðurhlíðinni, sem við erum alltaf að horfa til,“ segir Anna Laufey. Þau segja norðurhlið Skálafells bjóða upp á veðursæld og mikið snjóöryggi auk þess sem ekki þurfi að fara út í landmótun. Möguleikar til uppbyggingar þar væru því miklir að þeirra mati, ekki síst ef diskalyftan væri komin á toppinn. Þau segja hægt að færa aðra af diskalyftunum neðar í fjallinu þangað upp og að þar gæti hún til dæmis nýst fjölskyldufólki, æfingakrökkum og snjóbrettafólki, sem oft geti gert mikið úr litlu. „Þetta myndi líka bæta nýtingu á fjallinu og stækka skíðasvæðið mjög mikið, því utanbrautarfólk gæti til dæmis skíðað langt út með hlíðinni,“ bendir Anna Laufey á. Hvað teljið þið að þetta gæti lengt skíðatímabilið mikið? „Við gætum byrjað starfsemi hérna um miðjan nóvember, býst ég við,“ segir Anna Laufey. „Já og sem dæmi má nefna að síðasta vetur var skafl í skálinni langt fram í maí,“ bætir Kári við. Hér má sjá facebooksíðu Opnum Skálafell
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira