Innlent

Dæmd fyrir að drepast áfengisdauða hjá Jóa Fel

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Konan drapst áfengisdauða í bakaríi Jóa Fel við Holtagarða.
Konan drapst áfengisdauða í bakaríi Jóa Fel við Holtagarða.
Kona var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmd í eins árs fangelsi fyrir að hafa þjófnaði, gabb og gripdeild.

Var konunni gert að sök að hafa gabbað fólk til að hringja í Neyðarlínuna og biðja um sjúkrabíl sem kom í forgangi en þess var ekki þörf.

Þá hafði hún ítrekað tekið glös af kardimommu- eða vanilludropum, drukkið þau inni í verslunum án þess að greiða fyrir sem og að stela sambærilegum dropum. Þá hafði konan einnig stolið sprittbrúsa frá Landspítalanum við Hringbraut og farsíma af bensínstöð þegar kona nokkur lagði hann frá sér.

Konan var einnig dæmd fyrir ölvun á almannafæri en hún hafði drepist áfengisdauða inni í verslun Jóa Fel við Holtagarða í Reykjavík.

Konan játaði brot sín greiðlega bæði fyrir lögreglu og dómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×