Innlent

Skora á forsetann að segja af sér

Brjánn Jónasson skrifar
Skorað er á Ólaf Ragnar að segja af sér í undirskriftasöfnun sem sett hefur verið af stað á netinu.
Skorað er á Ólaf Ragnar að segja af sér í undirskriftasöfnun sem sett hefur verið af stað á netinu.
Hafin er undirskriftasöfnun á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að segja af sér. Tæplega 200 hafa skrifað undir áskorunina.

„Kæri Ólafur Ragnar Grímsson. Þú ert búinn að vera forseti helmingi lengur en þú ætlaðir þér þegar þú bauðst þig fram. Þú hefur sett þrjú mál í þjóðaratkvæðagreiðslu og hefur loks fengið til valda ríkisstjórn sem er þér svo þóknanleg að þú sérð ekki lengur ástæðu til slíkra æfinga,“ segir í áskoruninni.

„Þú ert orðinn sjötugur – kominn á löglegan eftirlaunaaldur. Konan þín er búin að flytja lögheimili sitt til Bretlands. Kannski er kominn tími til að hætta, jafnvel hverfa úr landi. Þú sagðir þegar þú lýstir yfir framboði þínu í fyrra að þú myndir hugsanlega ekki sitja allt kjörtímabilið. Segðu af þér. Við skorum á þig,“ segir þar ennfremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×