Innlent

Eldur og innbrot í Kópavogi

Um tvöleytið var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Kópavogi.
Um tvöleytið var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Kópavogi.
Tilkynnt var um eld í bílskúr í Kópavogi upp úr klukkan eitt í nótt. Eigandi varð eldsins var þegar reykskynjari byrjaði að pípa. Hann réði sjálfur niðurlögum eldsins með slökkvitæki, og var hann slökktur þegar slökkvilið koma á vettvang. Talið er að kviknað hafi í út frá fjöltengi.

Um tvöleytið var svo tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Kópavogi, en þar komust þjófarnir inn með því að brjóta rúðu. Ekki er vitað hverju var stolið.  

Um klukkan korter í sex í morgun varð árekstur á gatnamótum Glerárgötu og Strandgötu á Akureyri. Talið er að þar hafi ökurmaður ekið yfir gatnamótin á rauðu ljósi. Var ökumaður annars bílsins einn á ferð en tveir farþegar voru í hinum. Annar ökumaðurinn var fluttur á Slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri til aðhlynningar, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri eru meiðsli hans minniháttar. Bílarnir eru töluvert mikið skemmdir og þurfti að draga annan þeirra af vettvangi með kranabíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×