Ríkisstjórn heimilanna Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 24. desember 2013 06:00 Árið sem nú er að líða hefur verið viðburðaríkt. Á vettvangi stjórnmálanna vegur þyngst að ný ríkisstjórn tók við völdum eftir kosningar í vor. Með mikinn þingmeirihluta að baki sér hófst hún þegar handa við að bæta hag heimilanna í landinu. Úrlausnir á skuldamálum heimilanna voru settar í farveg og undirbúning, skattkerfið var tekið til endurskoðunar og áhersla var lögð á hallalausan ríkisrekstur sem mun skila sér í bættum hag bæði heimila og fyrirtækja í landinu. Með miklum vilja, festu og skýrri forgangsröðum erum við þegar farin að merkja árangur af stefnu nýs Alþingi. Fjármálaráðherra kynnti í byrjun október fyrstu hallalausu fjárlögin í fimm ár og um nýliðna helgi samþykkti Alþingi fjárlögin þar sem enn er gert ráð fyrir afgangi af rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Sem kunnugt er kynnti ríkisstjórnin svo tillögur sínar til úrslausnar á skuldavanda heimilanna um síðustu mánaðamót og við munum sjá þær tillögur í framkvæmd um mitt næsta ár. Mitt í öllum hagræðingaraðgerðum og frekari endurskoðun á rekstri ríkisins lagði ríkisstjórnin áherslu á að leiðrétta skerðingar til öryrkja og eldri borgara, standa vörð um heilbrigðiskerfið og hefja undirbúning að aukinni löggæslu. Allt starf ríkisstjórnarinnar miðar að því að bæta hag heimilanna og auka öryggi almennings. Stærsta verkefnið er þó að auka kaupmátt heimilanna og fjölga atvinnutækifærum. Ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt skattalækkanir sem munu koma til framkvæmda við upphaf nýs árs og það var ánægjulegt að sjá aðila vinnumarkaðarins undirrita nýja kjarasamninga um síðustu helgi, samninga sem fela í sér aukna von um stöðugleika og hagvöxt. Með hærri launum, lægri sköttum og lausnum á skuldavanda heimilanna munum við auka kaupmátt heimilanna og létta fólkinu í landinu lífið. Við getum því farið bjartsýn inn í jólahátíðina og nýtt ár. Fyrir okkur Íslendingum liggja óteljandi tækifæri sem við skulum nýta til þess að bæta landið og samfélag okkar enn frekar. Við skulum vera stolt af þeim árangri sem við höfum náð, einbeita okkur að því sem sameinar okkur sem þjóð og heita því að vinna enn betur saman á komandi ári. Að endingu óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Árið sem nú er að líða hefur verið viðburðaríkt. Á vettvangi stjórnmálanna vegur þyngst að ný ríkisstjórn tók við völdum eftir kosningar í vor. Með mikinn þingmeirihluta að baki sér hófst hún þegar handa við að bæta hag heimilanna í landinu. Úrlausnir á skuldamálum heimilanna voru settar í farveg og undirbúning, skattkerfið var tekið til endurskoðunar og áhersla var lögð á hallalausan ríkisrekstur sem mun skila sér í bættum hag bæði heimila og fyrirtækja í landinu. Með miklum vilja, festu og skýrri forgangsröðum erum við þegar farin að merkja árangur af stefnu nýs Alþingi. Fjármálaráðherra kynnti í byrjun október fyrstu hallalausu fjárlögin í fimm ár og um nýliðna helgi samþykkti Alþingi fjárlögin þar sem enn er gert ráð fyrir afgangi af rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Sem kunnugt er kynnti ríkisstjórnin svo tillögur sínar til úrslausnar á skuldavanda heimilanna um síðustu mánaðamót og við munum sjá þær tillögur í framkvæmd um mitt næsta ár. Mitt í öllum hagræðingaraðgerðum og frekari endurskoðun á rekstri ríkisins lagði ríkisstjórnin áherslu á að leiðrétta skerðingar til öryrkja og eldri borgara, standa vörð um heilbrigðiskerfið og hefja undirbúning að aukinni löggæslu. Allt starf ríkisstjórnarinnar miðar að því að bæta hag heimilanna og auka öryggi almennings. Stærsta verkefnið er þó að auka kaupmátt heimilanna og fjölga atvinnutækifærum. Ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt skattalækkanir sem munu koma til framkvæmda við upphaf nýs árs og það var ánægjulegt að sjá aðila vinnumarkaðarins undirrita nýja kjarasamninga um síðustu helgi, samninga sem fela í sér aukna von um stöðugleika og hagvöxt. Með hærri launum, lægri sköttum og lausnum á skuldavanda heimilanna munum við auka kaupmátt heimilanna og létta fólkinu í landinu lífið. Við getum því farið bjartsýn inn í jólahátíðina og nýtt ár. Fyrir okkur Íslendingum liggja óteljandi tækifæri sem við skulum nýta til þess að bæta landið og samfélag okkar enn frekar. Við skulum vera stolt af þeim árangri sem við höfum náð, einbeita okkur að því sem sameinar okkur sem þjóð og heita því að vinna enn betur saman á komandi ári. Að endingu óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar