Lífið

Veldu bestu plötuna

Retro Stefson og Ásgeir Trausti eru tilnefnd til verðlaunanna.
Retro Stefson og Ásgeir Trausti eru tilnefnd til verðlaunanna.
Almenningur getur þessa dagana greitt atkvæði vegna Norrænu tónlistarverðlaunanna sem verða afhent á hátíðinni by:Larm í Noregi um miðjan febrúar.

Hægt er að kjósa í gegnum síðuna Nordicmusicprize.com í flokknum Uppáhald aðdáenda.

Tvær íslenskar plötur eru á meðal þeirra tólf sem eru tilnefndar sem besta norræna platan, Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta og Retro Stefson með Retro Stefson.

Á meðal annarra tilnefndra eru Neneh Cherry & The Thing, Anna von Hausswolff og First Aid Kit.


Tengdar fréttir

Retro Stefson og Ásgeir Trausti tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunna

Tilkynnt var um það rétt í þessu að Retro Stefson og Ásgeir Trausti hafa komist áfram í úrslit Norrænu tónlistarverðlaunanna. Þessar fregnir koma í kjölfar þess að báðar plötur fengu flestar tilnefningar, eða sex talsins, til Íslensku tónlistarverðlaunanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.