Endurtökum ekki mistökin Haraldur L. Haraldsson skrifar 16. mars 2013 06:00 Myndin sem fylgir hér með sýnir skuldir sveitarfélaga sem hlutfall af tekjum þeirra miðað við ársreikninga árið 2011, þ.e. þeirra sem skulduðu yfir 130% af tekjum. Sveitarfélögunum er raðað eftir skuldsetningu þeirra. Þau sveitarfélög, sem hafa rauða súlu, eru eða voru aðilar að Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. (EFF). Það vekur athygli að af tíu skuldugustu sveitarfélögunum voru sjö aðilar að EFF. Spyrja má hvort þetta sé tilviljun eða hvort mistök hafi verið gerð. Það er mat greinarhöfundar að hér sé ekki um tilviljun að ræða heldur hafi átt sér stað gríðarleg fjárfestingarmistök hjá sumum þessara sveitarfélaga. Ætla verður að mistökin hafi ekki aðeins verið gerð hjá viðkomandi sveitarstjórnum heldur einnig hjá þeim bankastofnunum sem lánuðu fjármagn til þessara framkvæmda. Einkum er um að ræða Glitni, sem jafnframt átti aðild að félaginu. Sveitarfélagið Álftanes fór í þrot einkum vegna samninga við EFF. Málið var svo alvarlegt að sveitarfélagið gat ekki greitt fyrstu leigugreiðsluna, hvað þá þær sem á eftir fylgdu. Sveitarfélagið hefur nú verið sameinað Garðabæ. Að minnsta kosti eitt annað sveitarfélag stóð ekki undir leigugreiðslum úr rekstri, heldur varð að ganga á eigur sínar til að standa í skilum.Íbúarnir greiða Nú er verið að ganga frá nýjum leigusamningum við sveitarfélögin, sem eiga aðild að EFF, þar sem engin mistök eru viðurkennd af hálfu banka heldur eru íbúar sveitarfélaganna látnir greiða allan brúsann. Dæmi er um eitt sveitarfélag í þessum hópi þar sem hækka þurfti fasteignaskatt á milli áranna 2011 og 2012 um nærri 80% og starfsmenn þess að taka á sig verulega launaskerðingu. Rétt er að fram komi að Háskólinn í Reykjavík er leigutaki hjá EFF. Fróðlegt verður að fylgjast með hversu mikið ríkissjóður mun taka á sig í formi hækkunar á framlögum til háskólans, m.a. vegna leigugreiðslna til EFF. Nú þegar hafa komið fram óskir frá háskólanum um hækkun á árlegu framlagi ríkisins til skólans. Samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum mega sveitarfélög ekki skulda meira en 150% af tekjum sínum. Skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af tekjum voru um sl. áramót um 370%. Hvað er öðruvísi hjá ríkissjóði í þessu sambandi? Ljóst má vera að ekkert annað liggur fyrir en að lækka skuldir. Hins vegar er mikill framkvæmdahugur hjá skuldsettum ríkissjóði eins og kannski var hjá sumum af sveitarfélögunum sem stóðu að EFF. Ríkissjóður hefur á undanförnum árum gert samninga við a.m.k. átta sveitarfélög um byggingu hjúkrunarheimila. Skuldir vegna þessa verða bókaðar hjá sveitarfélögunum, en ríkissjóður borgar leigu til viðkomandi sveitarfélaga. Eru leiguskuldbindingarnar skuldfærðar hjá ríkissjóði? Ef ekki þá er það nokkuð svipað og var hjá sveitarfélögunum sem stóðu að EFF í upphafi. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið er í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar. Er skuldbinding ríkissjóðs um framlög skuldfærð hjá ríkissjóði? Nú nýverið hefur komið í ljós að áætlanir um rekstur stóðust ekki, það vantar meiri peninga. Pólitísku skilaboðin eru: Við (stjórnmálamenn) berum ekki ábyrgð, reksturinn er á „ábyrgð" hlutafélags, forstjórinn hefur látið af störfum, en þið (skattgreiðendur) verðið að greiða það sem upp á vantar.Forsvaranlegt? Fjármálaráðherra hefur nú á lokadögum þingsins lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á eignarformi nýs sjúkrahúss, þar sem hverfa á frá hugmyndinni um einkaframkvæmd. Því ber að fagna. Hins vegar virðist ástæðan vera erfiðleikar með fjármögnunina undir formerkjum einkaframkvæmdar. Sumir gæla þó enn við þá von að framkvæmdin verði undir merkjum einkaframkvæmdar. Spyrja má hvernig þessir sömu aðilar skilja orðið einkaframkvæmd? Áætlaður kostnaður nú við nýtt sjúkrahús er 85 milljarðar króna, sem lætur nærri að vera um 20% af árstekjum ríkissjóðs. Með hliðsjón af því að skuldir ríkisins eru um 370% af tekjum er spurt hvort forsvaranlegt sé að hefja slíka framkvæmd? Auk þessa hefur að undanförnu verið rætt um fleiri framkvæmdir á vegum ríkisins í einhvers konar félagaformi og þannig reynt að komast hjá því að færa þurfi raunverulegar skuldir í efnahagsreikning ríkisins. Vara ber við framkvæmdum á vegum hins opinbera í félagi, t.d. hlutafélagi, þar sem aðrir aðilar en hinir pólitískt kjörnu bera „ábyrgð" eða taka ákvarðanir, en samt sem áður liggi öll fjárhagsleg ábyrgð hjá ríkinu. Jafnframt er varað við hvers konar skuldbindingu ríkissjóðs sem ekki er færð til skulda eða skuldbindinga í efnahagsreikningi með vísan til biturrar reynslu nokkurra sveitarfélaga og íbúa þeirra af því fyrirkomulagi. Mikilvægt er að lánardrottnar geri sér grein fyrir greiðslugetu lántakandans og hver hinn raunverulegi lántakandi er. Lánardrottnar og stjórnmálamenn bera mikla ábyrgð í þessu sambandi. Rétt er að nefna að margir horfa til lífeyrissjóða til að fjármagna nýjar framkvæmdir við sjúkrahúsklasann. Spyrja má hvort það sé forsvaranlegt að fáir stjórnarmenn lífeyrissjóða taki slíkar ákvarðanir einir og sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Myndin sem fylgir hér með sýnir skuldir sveitarfélaga sem hlutfall af tekjum þeirra miðað við ársreikninga árið 2011, þ.e. þeirra sem skulduðu yfir 130% af tekjum. Sveitarfélögunum er raðað eftir skuldsetningu þeirra. Þau sveitarfélög, sem hafa rauða súlu, eru eða voru aðilar að Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. (EFF). Það vekur athygli að af tíu skuldugustu sveitarfélögunum voru sjö aðilar að EFF. Spyrja má hvort þetta sé tilviljun eða hvort mistök hafi verið gerð. Það er mat greinarhöfundar að hér sé ekki um tilviljun að ræða heldur hafi átt sér stað gríðarleg fjárfestingarmistök hjá sumum þessara sveitarfélaga. Ætla verður að mistökin hafi ekki aðeins verið gerð hjá viðkomandi sveitarstjórnum heldur einnig hjá þeim bankastofnunum sem lánuðu fjármagn til þessara framkvæmda. Einkum er um að ræða Glitni, sem jafnframt átti aðild að félaginu. Sveitarfélagið Álftanes fór í þrot einkum vegna samninga við EFF. Málið var svo alvarlegt að sveitarfélagið gat ekki greitt fyrstu leigugreiðsluna, hvað þá þær sem á eftir fylgdu. Sveitarfélagið hefur nú verið sameinað Garðabæ. Að minnsta kosti eitt annað sveitarfélag stóð ekki undir leigugreiðslum úr rekstri, heldur varð að ganga á eigur sínar til að standa í skilum.Íbúarnir greiða Nú er verið að ganga frá nýjum leigusamningum við sveitarfélögin, sem eiga aðild að EFF, þar sem engin mistök eru viðurkennd af hálfu banka heldur eru íbúar sveitarfélaganna látnir greiða allan brúsann. Dæmi er um eitt sveitarfélag í þessum hópi þar sem hækka þurfti fasteignaskatt á milli áranna 2011 og 2012 um nærri 80% og starfsmenn þess að taka á sig verulega launaskerðingu. Rétt er að fram komi að Háskólinn í Reykjavík er leigutaki hjá EFF. Fróðlegt verður að fylgjast með hversu mikið ríkissjóður mun taka á sig í formi hækkunar á framlögum til háskólans, m.a. vegna leigugreiðslna til EFF. Nú þegar hafa komið fram óskir frá háskólanum um hækkun á árlegu framlagi ríkisins til skólans. Samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum mega sveitarfélög ekki skulda meira en 150% af tekjum sínum. Skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af tekjum voru um sl. áramót um 370%. Hvað er öðruvísi hjá ríkissjóði í þessu sambandi? Ljóst má vera að ekkert annað liggur fyrir en að lækka skuldir. Hins vegar er mikill framkvæmdahugur hjá skuldsettum ríkissjóði eins og kannski var hjá sumum af sveitarfélögunum sem stóðu að EFF. Ríkissjóður hefur á undanförnum árum gert samninga við a.m.k. átta sveitarfélög um byggingu hjúkrunarheimila. Skuldir vegna þessa verða bókaðar hjá sveitarfélögunum, en ríkissjóður borgar leigu til viðkomandi sveitarfélaga. Eru leiguskuldbindingarnar skuldfærðar hjá ríkissjóði? Ef ekki þá er það nokkuð svipað og var hjá sveitarfélögunum sem stóðu að EFF í upphafi. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið er í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar. Er skuldbinding ríkissjóðs um framlög skuldfærð hjá ríkissjóði? Nú nýverið hefur komið í ljós að áætlanir um rekstur stóðust ekki, það vantar meiri peninga. Pólitísku skilaboðin eru: Við (stjórnmálamenn) berum ekki ábyrgð, reksturinn er á „ábyrgð" hlutafélags, forstjórinn hefur látið af störfum, en þið (skattgreiðendur) verðið að greiða það sem upp á vantar.Forsvaranlegt? Fjármálaráðherra hefur nú á lokadögum þingsins lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á eignarformi nýs sjúkrahúss, þar sem hverfa á frá hugmyndinni um einkaframkvæmd. Því ber að fagna. Hins vegar virðist ástæðan vera erfiðleikar með fjármögnunina undir formerkjum einkaframkvæmdar. Sumir gæla þó enn við þá von að framkvæmdin verði undir merkjum einkaframkvæmdar. Spyrja má hvernig þessir sömu aðilar skilja orðið einkaframkvæmd? Áætlaður kostnaður nú við nýtt sjúkrahús er 85 milljarðar króna, sem lætur nærri að vera um 20% af árstekjum ríkissjóðs. Með hliðsjón af því að skuldir ríkisins eru um 370% af tekjum er spurt hvort forsvaranlegt sé að hefja slíka framkvæmd? Auk þessa hefur að undanförnu verið rætt um fleiri framkvæmdir á vegum ríkisins í einhvers konar félagaformi og þannig reynt að komast hjá því að færa þurfi raunverulegar skuldir í efnahagsreikning ríkisins. Vara ber við framkvæmdum á vegum hins opinbera í félagi, t.d. hlutafélagi, þar sem aðrir aðilar en hinir pólitískt kjörnu bera „ábyrgð" eða taka ákvarðanir, en samt sem áður liggi öll fjárhagsleg ábyrgð hjá ríkinu. Jafnframt er varað við hvers konar skuldbindingu ríkissjóðs sem ekki er færð til skulda eða skuldbindinga í efnahagsreikningi með vísan til biturrar reynslu nokkurra sveitarfélaga og íbúa þeirra af því fyrirkomulagi. Mikilvægt er að lánardrottnar geri sér grein fyrir greiðslugetu lántakandans og hver hinn raunverulegi lántakandi er. Lánardrottnar og stjórnmálamenn bera mikla ábyrgð í þessu sambandi. Rétt er að nefna að margir horfa til lífeyrissjóða til að fjármagna nýjar framkvæmdir við sjúkrahúsklasann. Spyrja má hvort það sé forsvaranlegt að fáir stjórnarmenn lífeyrissjóða taki slíkar ákvarðanir einir og sér?
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun