Endurtökum ekki mistökin Haraldur L. Haraldsson skrifar 16. mars 2013 06:00 Myndin sem fylgir hér með sýnir skuldir sveitarfélaga sem hlutfall af tekjum þeirra miðað við ársreikninga árið 2011, þ.e. þeirra sem skulduðu yfir 130% af tekjum. Sveitarfélögunum er raðað eftir skuldsetningu þeirra. Þau sveitarfélög, sem hafa rauða súlu, eru eða voru aðilar að Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. (EFF). Það vekur athygli að af tíu skuldugustu sveitarfélögunum voru sjö aðilar að EFF. Spyrja má hvort þetta sé tilviljun eða hvort mistök hafi verið gerð. Það er mat greinarhöfundar að hér sé ekki um tilviljun að ræða heldur hafi átt sér stað gríðarleg fjárfestingarmistök hjá sumum þessara sveitarfélaga. Ætla verður að mistökin hafi ekki aðeins verið gerð hjá viðkomandi sveitarstjórnum heldur einnig hjá þeim bankastofnunum sem lánuðu fjármagn til þessara framkvæmda. Einkum er um að ræða Glitni, sem jafnframt átti aðild að félaginu. Sveitarfélagið Álftanes fór í þrot einkum vegna samninga við EFF. Málið var svo alvarlegt að sveitarfélagið gat ekki greitt fyrstu leigugreiðsluna, hvað þá þær sem á eftir fylgdu. Sveitarfélagið hefur nú verið sameinað Garðabæ. Að minnsta kosti eitt annað sveitarfélag stóð ekki undir leigugreiðslum úr rekstri, heldur varð að ganga á eigur sínar til að standa í skilum.Íbúarnir greiða Nú er verið að ganga frá nýjum leigusamningum við sveitarfélögin, sem eiga aðild að EFF, þar sem engin mistök eru viðurkennd af hálfu banka heldur eru íbúar sveitarfélaganna látnir greiða allan brúsann. Dæmi er um eitt sveitarfélag í þessum hópi þar sem hækka þurfti fasteignaskatt á milli áranna 2011 og 2012 um nærri 80% og starfsmenn þess að taka á sig verulega launaskerðingu. Rétt er að fram komi að Háskólinn í Reykjavík er leigutaki hjá EFF. Fróðlegt verður að fylgjast með hversu mikið ríkissjóður mun taka á sig í formi hækkunar á framlögum til háskólans, m.a. vegna leigugreiðslna til EFF. Nú þegar hafa komið fram óskir frá háskólanum um hækkun á árlegu framlagi ríkisins til skólans. Samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum mega sveitarfélög ekki skulda meira en 150% af tekjum sínum. Skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af tekjum voru um sl. áramót um 370%. Hvað er öðruvísi hjá ríkissjóði í þessu sambandi? Ljóst má vera að ekkert annað liggur fyrir en að lækka skuldir. Hins vegar er mikill framkvæmdahugur hjá skuldsettum ríkissjóði eins og kannski var hjá sumum af sveitarfélögunum sem stóðu að EFF. Ríkissjóður hefur á undanförnum árum gert samninga við a.m.k. átta sveitarfélög um byggingu hjúkrunarheimila. Skuldir vegna þessa verða bókaðar hjá sveitarfélögunum, en ríkissjóður borgar leigu til viðkomandi sveitarfélaga. Eru leiguskuldbindingarnar skuldfærðar hjá ríkissjóði? Ef ekki þá er það nokkuð svipað og var hjá sveitarfélögunum sem stóðu að EFF í upphafi. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið er í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar. Er skuldbinding ríkissjóðs um framlög skuldfærð hjá ríkissjóði? Nú nýverið hefur komið í ljós að áætlanir um rekstur stóðust ekki, það vantar meiri peninga. Pólitísku skilaboðin eru: Við (stjórnmálamenn) berum ekki ábyrgð, reksturinn er á „ábyrgð" hlutafélags, forstjórinn hefur látið af störfum, en þið (skattgreiðendur) verðið að greiða það sem upp á vantar.Forsvaranlegt? Fjármálaráðherra hefur nú á lokadögum þingsins lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á eignarformi nýs sjúkrahúss, þar sem hverfa á frá hugmyndinni um einkaframkvæmd. Því ber að fagna. Hins vegar virðist ástæðan vera erfiðleikar með fjármögnunina undir formerkjum einkaframkvæmdar. Sumir gæla þó enn við þá von að framkvæmdin verði undir merkjum einkaframkvæmdar. Spyrja má hvernig þessir sömu aðilar skilja orðið einkaframkvæmd? Áætlaður kostnaður nú við nýtt sjúkrahús er 85 milljarðar króna, sem lætur nærri að vera um 20% af árstekjum ríkissjóðs. Með hliðsjón af því að skuldir ríkisins eru um 370% af tekjum er spurt hvort forsvaranlegt sé að hefja slíka framkvæmd? Auk þessa hefur að undanförnu verið rætt um fleiri framkvæmdir á vegum ríkisins í einhvers konar félagaformi og þannig reynt að komast hjá því að færa þurfi raunverulegar skuldir í efnahagsreikning ríkisins. Vara ber við framkvæmdum á vegum hins opinbera í félagi, t.d. hlutafélagi, þar sem aðrir aðilar en hinir pólitískt kjörnu bera „ábyrgð" eða taka ákvarðanir, en samt sem áður liggi öll fjárhagsleg ábyrgð hjá ríkinu. Jafnframt er varað við hvers konar skuldbindingu ríkissjóðs sem ekki er færð til skulda eða skuldbindinga í efnahagsreikningi með vísan til biturrar reynslu nokkurra sveitarfélaga og íbúa þeirra af því fyrirkomulagi. Mikilvægt er að lánardrottnar geri sér grein fyrir greiðslugetu lántakandans og hver hinn raunverulegi lántakandi er. Lánardrottnar og stjórnmálamenn bera mikla ábyrgð í þessu sambandi. Rétt er að nefna að margir horfa til lífeyrissjóða til að fjármagna nýjar framkvæmdir við sjúkrahúsklasann. Spyrja má hvort það sé forsvaranlegt að fáir stjórnarmenn lífeyrissjóða taki slíkar ákvarðanir einir og sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Myndin sem fylgir hér með sýnir skuldir sveitarfélaga sem hlutfall af tekjum þeirra miðað við ársreikninga árið 2011, þ.e. þeirra sem skulduðu yfir 130% af tekjum. Sveitarfélögunum er raðað eftir skuldsetningu þeirra. Þau sveitarfélög, sem hafa rauða súlu, eru eða voru aðilar að Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. (EFF). Það vekur athygli að af tíu skuldugustu sveitarfélögunum voru sjö aðilar að EFF. Spyrja má hvort þetta sé tilviljun eða hvort mistök hafi verið gerð. Það er mat greinarhöfundar að hér sé ekki um tilviljun að ræða heldur hafi átt sér stað gríðarleg fjárfestingarmistök hjá sumum þessara sveitarfélaga. Ætla verður að mistökin hafi ekki aðeins verið gerð hjá viðkomandi sveitarstjórnum heldur einnig hjá þeim bankastofnunum sem lánuðu fjármagn til þessara framkvæmda. Einkum er um að ræða Glitni, sem jafnframt átti aðild að félaginu. Sveitarfélagið Álftanes fór í þrot einkum vegna samninga við EFF. Málið var svo alvarlegt að sveitarfélagið gat ekki greitt fyrstu leigugreiðsluna, hvað þá þær sem á eftir fylgdu. Sveitarfélagið hefur nú verið sameinað Garðabæ. Að minnsta kosti eitt annað sveitarfélag stóð ekki undir leigugreiðslum úr rekstri, heldur varð að ganga á eigur sínar til að standa í skilum.Íbúarnir greiða Nú er verið að ganga frá nýjum leigusamningum við sveitarfélögin, sem eiga aðild að EFF, þar sem engin mistök eru viðurkennd af hálfu banka heldur eru íbúar sveitarfélaganna látnir greiða allan brúsann. Dæmi er um eitt sveitarfélag í þessum hópi þar sem hækka þurfti fasteignaskatt á milli áranna 2011 og 2012 um nærri 80% og starfsmenn þess að taka á sig verulega launaskerðingu. Rétt er að fram komi að Háskólinn í Reykjavík er leigutaki hjá EFF. Fróðlegt verður að fylgjast með hversu mikið ríkissjóður mun taka á sig í formi hækkunar á framlögum til háskólans, m.a. vegna leigugreiðslna til EFF. Nú þegar hafa komið fram óskir frá háskólanum um hækkun á árlegu framlagi ríkisins til skólans. Samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum mega sveitarfélög ekki skulda meira en 150% af tekjum sínum. Skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af tekjum voru um sl. áramót um 370%. Hvað er öðruvísi hjá ríkissjóði í þessu sambandi? Ljóst má vera að ekkert annað liggur fyrir en að lækka skuldir. Hins vegar er mikill framkvæmdahugur hjá skuldsettum ríkissjóði eins og kannski var hjá sumum af sveitarfélögunum sem stóðu að EFF. Ríkissjóður hefur á undanförnum árum gert samninga við a.m.k. átta sveitarfélög um byggingu hjúkrunarheimila. Skuldir vegna þessa verða bókaðar hjá sveitarfélögunum, en ríkissjóður borgar leigu til viðkomandi sveitarfélaga. Eru leiguskuldbindingarnar skuldfærðar hjá ríkissjóði? Ef ekki þá er það nokkuð svipað og var hjá sveitarfélögunum sem stóðu að EFF í upphafi. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið er í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar. Er skuldbinding ríkissjóðs um framlög skuldfærð hjá ríkissjóði? Nú nýverið hefur komið í ljós að áætlanir um rekstur stóðust ekki, það vantar meiri peninga. Pólitísku skilaboðin eru: Við (stjórnmálamenn) berum ekki ábyrgð, reksturinn er á „ábyrgð" hlutafélags, forstjórinn hefur látið af störfum, en þið (skattgreiðendur) verðið að greiða það sem upp á vantar.Forsvaranlegt? Fjármálaráðherra hefur nú á lokadögum þingsins lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á eignarformi nýs sjúkrahúss, þar sem hverfa á frá hugmyndinni um einkaframkvæmd. Því ber að fagna. Hins vegar virðist ástæðan vera erfiðleikar með fjármögnunina undir formerkjum einkaframkvæmdar. Sumir gæla þó enn við þá von að framkvæmdin verði undir merkjum einkaframkvæmdar. Spyrja má hvernig þessir sömu aðilar skilja orðið einkaframkvæmd? Áætlaður kostnaður nú við nýtt sjúkrahús er 85 milljarðar króna, sem lætur nærri að vera um 20% af árstekjum ríkissjóðs. Með hliðsjón af því að skuldir ríkisins eru um 370% af tekjum er spurt hvort forsvaranlegt sé að hefja slíka framkvæmd? Auk þessa hefur að undanförnu verið rætt um fleiri framkvæmdir á vegum ríkisins í einhvers konar félagaformi og þannig reynt að komast hjá því að færa þurfi raunverulegar skuldir í efnahagsreikning ríkisins. Vara ber við framkvæmdum á vegum hins opinbera í félagi, t.d. hlutafélagi, þar sem aðrir aðilar en hinir pólitískt kjörnu bera „ábyrgð" eða taka ákvarðanir, en samt sem áður liggi öll fjárhagsleg ábyrgð hjá ríkinu. Jafnframt er varað við hvers konar skuldbindingu ríkissjóðs sem ekki er færð til skulda eða skuldbindinga í efnahagsreikningi með vísan til biturrar reynslu nokkurra sveitarfélaga og íbúa þeirra af því fyrirkomulagi. Mikilvægt er að lánardrottnar geri sér grein fyrir greiðslugetu lántakandans og hver hinn raunverulegi lántakandi er. Lánardrottnar og stjórnmálamenn bera mikla ábyrgð í þessu sambandi. Rétt er að nefna að margir horfa til lífeyrissjóða til að fjármagna nýjar framkvæmdir við sjúkrahúsklasann. Spyrja má hvort það sé forsvaranlegt að fáir stjórnarmenn lífeyrissjóða taki slíkar ákvarðanir einir og sér?
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun