Innlent

Tunna með pappír ekki tæmd

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Bláa tunnan er fyrir pappír og pappa
Bláa tunnan er fyrir pappír og pappa
Frá og með 10. október verða gráar og grænar tunnur sem innihalda pappír eða pappa ekki tæmdar í Reykjavík. Allur pappír og pappi á að fara í bláu tunnuna, sem Sorpa og Reykjavíkurborg hafa hvatt borgarbúa til að fá sér.

Ef vart verður við pappír í röngum tunnum verður settur miði á tunnuna og sagt að of mikill pappír hafi verið í tunnunni og því hafi tunnan ekki verið losuð.

Nánari upplýsingar um breytta sorphirðu má finna á síðunni pappírerekkirusl.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×