Fótbolti

Blanc tekur líklega við PSG

Stefán Árni Pálsson skrifar
Laurent Blanc
Laurent Blanc Mynd / Getty Images
Franska knattspyrnuliðið Paris Saint-Germain hefur náð samkomulagi við knattspyrnustjórann Laurent Blanc um að stýra liðinu næstu tvö ár.

Líklega mun Carlo Ancelotti, núverandi stjóri PSG, taka við Real Madrid á allra næstu dögum og þá mun Laurent Blanc taka við.

Laurent Blanc stýrði Bordeaux  á árunum 2007-2010 og var með franska landsliðið í tvö ár nú síðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×