Brotthvarf Björns Zoëga afar slæm tíðindi Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. september 2013 13:53 Þorbjörn Jónsson er formaður Læknafélags Íslands. Formaður Læknafélags Íslands segir að brotthvarf Björns Zoëga úr starfi forstjóra Landspítalans séu mjög slæm tíðindi. Hann segir að algjör upplausn blasi við á Landspítalanum ef framlög til hans verði skert í fjárlagafrumvarpinu, eins og vísbendingar séu um. Þrátt fyrir að Björn Zoëga hafi ekki notið trausts margra sérfræðilækna á Landspítalanum síðustu mánuðina, m.a vegna langvinns niðurskurðar sem jók álag og dró þróttinn úr starfsfólki, var hann farsæll forstjóri þegar rekstur spítalans var annars vegar. Þrjú ár í röð, 2010, 2011 og 2012 tókst Birni að reka spítalann innan fjárheimilda á tímum blóðugs niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu. Svo virðist sem Björn hafi séð sæng sína upp reidda þegar hann varð þess áskynja að fjárframlög til spítalans yrðu ekki aukin í fjárlagafrumvarpinu, en Björn sagði að nauðsynleg uppbygging spítalans væri ekki í augsýn og að við þær aðstæður treysti hann sér ekki til að leiða spítalann lengur. Í raun hefur Björn verið að reka spítalann á þolmörkum niðurskurðar á sama tíma og hann hefur barist fyrir auknu fjárframlagi til spítalans. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að brotthvarf Björns séu afar slæm tíðindi. „Væntanlega hefur Björn haft einhver tök á því að sjá fram á að það verði enn frekar þrengt að spítalanum og það er hið versta mál. Þannig að ég sé ekki að mannabreytingar eða að ráða nýjan forstjóra muni breyta eða bæta hag spítalans, alls ekki,“ sagði Þorbjörn í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Undirrótin er auðvitað það að það vantar peninga. Það er búið að skera niður. 5 ár samfellt. Það er meira en stofnunin ræður við.“Er það ekki vitnisburður um sérkennilega forgangsröðun að ætla að þrengja að spítalanum núna þegar vandi hans hefur verið jafn mikið í umræðunni og raun ber vitni? „Ef það verður niðurstaðan að fjárframlög verða óbreytt eða ég tala nú ekki um ef skorið verður niður ennþá frekar, þá sé ég ekki annað en að það verði hið versta mál og að það verði algjör upplausn á spítalanum í framhaldinu. Það má bara alls ekki gerast,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Formaður Læknafélags Íslands segir að brotthvarf Björns Zoëga úr starfi forstjóra Landspítalans séu mjög slæm tíðindi. Hann segir að algjör upplausn blasi við á Landspítalanum ef framlög til hans verði skert í fjárlagafrumvarpinu, eins og vísbendingar séu um. Þrátt fyrir að Björn Zoëga hafi ekki notið trausts margra sérfræðilækna á Landspítalanum síðustu mánuðina, m.a vegna langvinns niðurskurðar sem jók álag og dró þróttinn úr starfsfólki, var hann farsæll forstjóri þegar rekstur spítalans var annars vegar. Þrjú ár í röð, 2010, 2011 og 2012 tókst Birni að reka spítalann innan fjárheimilda á tímum blóðugs niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu. Svo virðist sem Björn hafi séð sæng sína upp reidda þegar hann varð þess áskynja að fjárframlög til spítalans yrðu ekki aukin í fjárlagafrumvarpinu, en Björn sagði að nauðsynleg uppbygging spítalans væri ekki í augsýn og að við þær aðstæður treysti hann sér ekki til að leiða spítalann lengur. Í raun hefur Björn verið að reka spítalann á þolmörkum niðurskurðar á sama tíma og hann hefur barist fyrir auknu fjárframlagi til spítalans. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að brotthvarf Björns séu afar slæm tíðindi. „Væntanlega hefur Björn haft einhver tök á því að sjá fram á að það verði enn frekar þrengt að spítalanum og það er hið versta mál. Þannig að ég sé ekki að mannabreytingar eða að ráða nýjan forstjóra muni breyta eða bæta hag spítalans, alls ekki,“ sagði Þorbjörn í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Undirrótin er auðvitað það að það vantar peninga. Það er búið að skera niður. 5 ár samfellt. Það er meira en stofnunin ræður við.“Er það ekki vitnisburður um sérkennilega forgangsröðun að ætla að þrengja að spítalanum núna þegar vandi hans hefur verið jafn mikið í umræðunni og raun ber vitni? „Ef það verður niðurstaðan að fjárframlög verða óbreytt eða ég tala nú ekki um ef skorið verður niður ennþá frekar, þá sé ég ekki annað en að það verði hið versta mál og að það verði algjör upplausn á spítalanum í framhaldinu. Það má bara alls ekki gerast,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira