Innlent

Lögregla elti bíl á of miklum hraða

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Lögregla elti bíl í miðborginni í nótt.
Lögregla elti bíl í miðborginni í nótt. Samsett mynd
Í nótt þurfti lögregla að hefja eftirför á eftir ökutæki þar sem að ökumaður bifreiðarinnar sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Eftirförin hófst á Köllunarklettsvegi þar sem bifreiðin var mæld á of miklum hraða.

Þegar bíllinn stöðvaði, eftir að hafa virt umferðarmerki að vettugi og keyrt á bíl, hljóp ökumaðurinn ásamt farþega út úr bifreiðinni. Þeir voru handteknir skömmu síðar.

Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum og er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Bifreiðin var ótryggð og flutt af vettvangi með dráttarbifreiða. Ökumaður og farþegi voru báðir látnir dvelja í fangageymslu uns hægt verður að ræða við þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×