Innlent

Mest áhersla lögð á hækkun launa

Gunnar Valþórsson skrifar
Elín Björg Jónsdóttir er formaður BSRB.
Elín Björg Jónsdóttir er formaður BSRB. Fréttablaðið/Stefán
Félagsmenn BSRB eru þeirrar skoðunar að hækkun launa eigi að vera það sem stéttarfélagið leggi mesta áherslu á í starfsemi sinni og í komandi kjarasamningaviðræðum.

Þetta leiðir ný kjarakönnun á meðal félagsmanna í ljós. Næstflestir voru á því að hækka beri lægstu laun umfram önnur.

Í tilkynningu frá BSRB segir að konur og þeir sem yngri séu viji frekar leggja áherslu á hækkun lægstu launa umfram önnur og þá leggur yngra fólk einnig áherslu á aukið starfsöryggi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×