Hægir á viðræðum við ESB 14. janúar 2013 06:00 Oddvitar ríkisstjórnarinnar, þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon. Ríkisstjórnin hittist á aukafundi í dag þar sem rætt verður um fyrirkomulag aðildarviðræðna við Evrópusambandið (ESB) fram yfir kosningar. Fundað hefur verið um málið á milli ráðherra og í þingflokkum stjórnarflokkanna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður lagt til að hægja á viðræðunum fram yfir kosningar. Aðeins verði viðhaldið lágmarksstarfsemi; gagnaöflun og skiptum á upplýsingum. Ákvörðun um áframhald viðræðnanna og fyrirkomulag þeirra verði verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Áramótaávarp Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, á vef flokksins hefur vakið titring hjá Samfylkingunni. „Óumflýjanlegt er að endurmeta nú stöðu viðræðna við Evrópusambandið í ljósi breyttra forsendna og búa um það mál með ábyrgum hætti," sagði Steingrímur þar og bætti því við að vilji þjóðarinnar yrði að varða veginn, þar sem ekki tækist að leggja samning í þjóðaratkvæði á kjörtímabilinu. „Að ákveða hvernig verður búið um málið til næstu mánuða og missera og hvenær og hvernig verður leitað leiðsagnar frá þjóðinni í þeim efnum er verkefni næstu vikna." Þessi orð urðu tilefni fundarhalda Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra með ýmsum forystumönnum flokkanna; formanni og varaformanni Vinstri grænna sem og innanríkisráðherra og varaformanni Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra. Þá hafa þingflokkar stjórnaflokkanna fundað um málið. Heimildir Fréttablaðsins herma að Samfylkingin hafi óttast að með þessu væri Steingrímur að boða stuðning við það að hlé yrði gert á aðildarviðræðum og það sett í þjóðaratkvæði hvort þeim yrði haldið áfram. Samfylkingin kom þeim skilaboðum á framfæri að það jafngilti stjórnarslitum. Nú á að reyna að koma ESB-málum fyrir þannig að þau þvælist ekki fyrir samstarfi flokkanna fram að kosningum. Reikna má með því að ESB-málin verði fyrirferðarmikil á landsfundum beggja flokkanna, sem verða í febrúar.- kóp Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Ríkisstjórnin hittist á aukafundi í dag þar sem rætt verður um fyrirkomulag aðildarviðræðna við Evrópusambandið (ESB) fram yfir kosningar. Fundað hefur verið um málið á milli ráðherra og í þingflokkum stjórnarflokkanna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður lagt til að hægja á viðræðunum fram yfir kosningar. Aðeins verði viðhaldið lágmarksstarfsemi; gagnaöflun og skiptum á upplýsingum. Ákvörðun um áframhald viðræðnanna og fyrirkomulag þeirra verði verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Áramótaávarp Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, á vef flokksins hefur vakið titring hjá Samfylkingunni. „Óumflýjanlegt er að endurmeta nú stöðu viðræðna við Evrópusambandið í ljósi breyttra forsendna og búa um það mál með ábyrgum hætti," sagði Steingrímur þar og bætti því við að vilji þjóðarinnar yrði að varða veginn, þar sem ekki tækist að leggja samning í þjóðaratkvæði á kjörtímabilinu. „Að ákveða hvernig verður búið um málið til næstu mánuða og missera og hvenær og hvernig verður leitað leiðsagnar frá þjóðinni í þeim efnum er verkefni næstu vikna." Þessi orð urðu tilefni fundarhalda Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra með ýmsum forystumönnum flokkanna; formanni og varaformanni Vinstri grænna sem og innanríkisráðherra og varaformanni Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra. Þá hafa þingflokkar stjórnaflokkanna fundað um málið. Heimildir Fréttablaðsins herma að Samfylkingin hafi óttast að með þessu væri Steingrímur að boða stuðning við það að hlé yrði gert á aðildarviðræðum og það sett í þjóðaratkvæði hvort þeim yrði haldið áfram. Samfylkingin kom þeim skilaboðum á framfæri að það jafngilti stjórnarslitum. Nú á að reyna að koma ESB-málum fyrir þannig að þau þvælist ekki fyrir samstarfi flokkanna fram að kosningum. Reikna má með því að ESB-málin verði fyrirferðarmikil á landsfundum beggja flokkanna, sem verða í febrúar.- kóp
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði