Innlent

Aðgengilegri sjónvarpsdagskrá

Upplýsingafulltrúi Símans segir tímaflakkið vera einstaka viðbót við þjónustu fyrirtækisins. fréttablaðið/valli
Upplýsingafulltrúi Símans segir tímaflakkið vera einstaka viðbót við þjónustu fyrirtækisins. fréttablaðið/valli
Tímaflakk kallast nýjung hjá Símanum, en með því verður hægt að horfa á sjónvarpsefni hvenær sem er innan sólarhrings frá því að efnið var fyrst sýnt. Öll heimili sem tengjast sjónvarpi Símans munu hafa aðgang að flakkinu. Áætlað er að kerfið verði aðgengilegt flestum um miðjan mánuðinn.

Að sögn Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, mun fyrirtækið sjá um geymslu á öllu efni og því verður hver þáttur aðgengilegur áhorfendum þegar þeim hentar.

"Þetta er viðbót við þá þjónustu sem þegar er til staðar. Nú þarf fólk ekki að bíða eftir þáttum á "plúsnum" heldur getur horft á þáttinn strax og svo raðað sjónvarpsdagskránni eins og því hentar. Þetta mun auðvelda mörgum lífið og er til dæmis alveg yndislegt fyrir barnafólk," útskýrir Gunnhildur Arna.- sm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×