Formaður ÍSÍ segir vitlaust gefið á Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2013 07:45 Hin mikla afrekskona, Ragna Ingólfsdóttir, er nýhætt í afreksíþróttum og stóð uppi slipp og snauð. Þrátt fyrir aukið framlag ríkissjóðs í Afrekssjóð ÍSÍ á íslenskt afreksíþróttafólk enn langt í land í baráttu sinni fyrir bættum kjörum. Þetta kom fram á blaðamannafundi ÍSÍ í gær en þá var tilkynnt um úthlutanir úr Afrekssjóðnum. Það afreksfólk sem ákveður að helga sig íþrótt sinni í þeirri viðleitni að ná sem lengst á heimsvísu, verður sjálft að sjá fyrir framfærslu sinni. Eins og síðustu ár er framlag úr Afrekssjóði ÍSÍ nánast eingöngu ætlað til að endurgreiða útlagðan kostnað vegna keppnis- og æfingaferðalaga. Fram kom á fundinum í gær að núverandi styrkveitingar dygðu ekki einu sinni til þess í langflestum tilvikum. Þegar ferlinum lýkur blasir því ekki annað við fyrir íþróttafólkið en að byrja á núllpunkti – og líklega skuldugt þar að auki. Áunnin réttindi, til dæmis hvað varðar lífeyri og fæðingarorlof, eru engin. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir að núverandi fjárhagur íþróttahreyfingarinnar bjóði ekki upp á breytingar í þessum efnum. „Það er enn fjarlægur draumur að geta boðið afreksfólki okkar upp á að geta stundað íþrótt sína án þess að hafa áhyggjur af slíkum málum. Núverandi framlag býður ekki upp á það," sagði Líney. Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, segir forystu íþróttahreyfingarinnar meðvitaða um vandann. „Við höfum fjallað um þetta og tekið málið upp með ríkisvaldinu með reglulegu millibili. Ég hef farið víða og rætt við kollega í Evrópu þar sem þessum málum er öðruvísi farið." Þeir sem sátu fyrir svörum á fundinum í gær voru spurðir hvort þeir bæru sig saman við aðra málaflokka, til dæmis listamannalaun sem hafa verið til umræðu í þjóðfélaginu að undanförnu. „Við höfum ekki viljað stilla þessu upp sem andstæðum," sagði Ólafur. „En ég neita því ekki að það væri óskandi að okkar afreksfólk væri stutt með sambærilegum hætti, án þess að taka neitt frá öðrum. Mér er ljóst að það er vitlaust gefið á Íslandi." Innlendar Mest lesið Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Þrátt fyrir aukið framlag ríkissjóðs í Afrekssjóð ÍSÍ á íslenskt afreksíþróttafólk enn langt í land í baráttu sinni fyrir bættum kjörum. Þetta kom fram á blaðamannafundi ÍSÍ í gær en þá var tilkynnt um úthlutanir úr Afrekssjóðnum. Það afreksfólk sem ákveður að helga sig íþrótt sinni í þeirri viðleitni að ná sem lengst á heimsvísu, verður sjálft að sjá fyrir framfærslu sinni. Eins og síðustu ár er framlag úr Afrekssjóði ÍSÍ nánast eingöngu ætlað til að endurgreiða útlagðan kostnað vegna keppnis- og æfingaferðalaga. Fram kom á fundinum í gær að núverandi styrkveitingar dygðu ekki einu sinni til þess í langflestum tilvikum. Þegar ferlinum lýkur blasir því ekki annað við fyrir íþróttafólkið en að byrja á núllpunkti – og líklega skuldugt þar að auki. Áunnin réttindi, til dæmis hvað varðar lífeyri og fæðingarorlof, eru engin. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir að núverandi fjárhagur íþróttahreyfingarinnar bjóði ekki upp á breytingar í þessum efnum. „Það er enn fjarlægur draumur að geta boðið afreksfólki okkar upp á að geta stundað íþrótt sína án þess að hafa áhyggjur af slíkum málum. Núverandi framlag býður ekki upp á það," sagði Líney. Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, segir forystu íþróttahreyfingarinnar meðvitaða um vandann. „Við höfum fjallað um þetta og tekið málið upp með ríkisvaldinu með reglulegu millibili. Ég hef farið víða og rætt við kollega í Evrópu þar sem þessum málum er öðruvísi farið." Þeir sem sátu fyrir svörum á fundinum í gær voru spurðir hvort þeir bæru sig saman við aðra málaflokka, til dæmis listamannalaun sem hafa verið til umræðu í þjóðfélaginu að undanförnu. „Við höfum ekki viljað stilla þessu upp sem andstæðum," sagði Ólafur. „En ég neita því ekki að það væri óskandi að okkar afreksfólk væri stutt með sambærilegum hætti, án þess að taka neitt frá öðrum. Mér er ljóst að það er vitlaust gefið á Íslandi."
Innlendar Mest lesið Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn