"Óvíst hvað á að gera við skepnuna Facebook“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2013 14:04 „Megingrundvallarreglan er sú að það má ekki taka saman lista yfir menn sem menn gruna um ákveðin afbrot og birta með opinberum hætti eða á opinberum vettvangi," segir Hörður Helgi Helgason lögmaður hjá Landslögum. Blaðamaður leitaði svara hjá Herði, sem er sérfræðingur í persónuverndarlögum, vegna hóps fólks á Facebook sem birt hefur nöfn, myndir og jafnvel heimilisföng meintra eða dæmdra barnaníðinga og kynferðisbrotamanna undanfarna daga. Hörður Helgi segir að þrátt fyrir megingrundvallarregluna kunni að vera að hún eigi ekki alltaf við. Til dæmis liggi ekki fyrir hvort birting á Facebook teljist opinber. „Fjölmiðlanefnd hefur, að ég held, ekki enn sem komið er skilgreint Facebook sem fjölmiðil. Facebook er á einhverju gráu svæði á milli þess að vera tölvupóstur sem fólk sendir á milli sín, maður á mann, og birting í fjölmiðlum á borð við þínum (innsk: Vísir.is). Facebook liggur þarna á milli og við höfum ekki enn almennileg svör hvað við eigum að gera við þessa skepnu," segir Hörður. Hann bendir á að orðið samfélagsmiðill, sem almennt er notað yfir t.d. Facebook og Twitter, hjálpi löfræðingum lítið. Hugsanlega væri hægt að halda því fram að um þröngan hóp væri að ræða sem skiptist einfaldlega á upplýsingum líkt og verið væri að hittast á mannamóti. „Þetta er fullkomlega lögmætt sjónarmið, ég veit ekki hvort það myndi standast en það er nægilega lögmætt til þess að ég get ekki staðið við að segja að þetta sé örugglega bannað. Einhver sem að héldi því fram liti kjánalega út. Það er ekki hægt að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram," segir Hörður Helgi.Tvíþætt vandamál Hörður Helgi segir málið í rauninni tvískipt. Annars vegar sé um lögsöguvandamál að ræða. Lögfræðingur hjá Persónuvernd sagði við Vísi fyrr í dag að fólk, sem telji á sér brotið, geti snúið sér til persónuverndarstofnunarinnar á Írlandi. Facebook sé með starfstöð sína innan EES á Írlandi. „Ef þú ætlaðir að kvarta yfir þessu er ekki ólíklegt að þú þyrftir að kvarta til þess yfirvalds í landinu þar sem gagnagrunnurinn er rekinn," segir Hörður og tekur sem dæmi mann sem lendir í umferðaróhappi á Spáni og vill leita réttar síns. Sá þyrfti að leita til lögfræðinga á Spáni. Hörður Helgi gæti ekki rakið það mál enda væri það ekki innan íslenskrar lögsögu. Hinn hluti málsins snýr að birtingu og meðferð persónuupplýsinga. Hörður Helgi segir sömu grundvallarreglur í persónverndarlögum á Írlandi og Íslandi þótt útfærsln kunni að vera önnur á Írlandi. Hins vegar hafi Persónuvernd hérlendis ítrekað fellt úrskurði um það að fólk megi ekki koma sér upp sínum eigin sakaskrám, birta efni úr þeim eða veita öðrum aðgang að.Verslunareigendur máttu ekki halda lista yfir þjófa Hörður nefnir sem dæmi verslun sem á sínum tíma tók saman myndir af mönnum sem gripnir höfðu verið fyrir þjófnað í verslunum. „Hugmyndin var að vinsa þetta fólk út og banna þeim að versla í versluninni. Það var heldur ekki talið heimilt að dreifa þessum lista á milli verslana," segir Hörður Helgi sem telur svipuð sjónarmið kunna að eiga hér við. Þó geti ýmislegt spilað inn í enda séu hlutirnir sjaldnast svart á hvítu innan lögfræðinnar. Nefnir hann sem dæmi ef áður hefur verið fjallað um viðkomandi í fjölmiðlum. „T.d. í tilfelli flugdólgsins í vél Icelandair um daginn. Um leið og búið var að nafngreina manninn í einhverjum fjölmiðli, sem reyndist vera bandarískur fjölmiðill, nafngreindu íslenskir fjölmiðlar manninn og vísuðu í að þegar væri búið að birta nafnið í fjölmiðlum. Það er sjónarmið á móti," segir Hörður Helgi. Grundvallarsjónarmiðið er þó það, að sögn Harðar, að fólk eigi ekki að geta tekið saman sína eigin sakaskrá. „Það á ekki að líðast. Aðeins einn aðili, hið opinbera, á að halda sakaskrá og um það eru sérstök lög. Þau lög væru tilgangslaus ef allir ættu að geta búið til sinn lista yfir þá sem eru grunaðir eða hafa verið dæmdir."Ættu dæmdir kynferðisbrotamenn að ganga í hús? Hörður Helgi segir nauðsynlegt að Íslendingar velti fyrir sér hvað þeir vilji gera í sambandi við lög að þessu leyti. „Viljum við breyta þeim í það horf sem sum lönd hafa gert en önnur alls ekki viljað gera, þ.e. að birta meiri upplýsingar um brotamenn eftir að þeir hafa lokið afplánun eða eru komnir aftur út í þjóðfélagið," segir Hörður Helgi og bendir á að mestu öfgarnar í þá átt megi finna í sumum ríkjum Bandaríkjanna. „Þar er kynferðisbrotamönnum, í skilningi þarlendra laga, gert skylt að tilkynna nágrönnunum, þegar þeir flytja í nýtt hverfi, að dæmdur kynferðisbrotamaður sé fluttur í hverfið," segir Hörður Helgi og minnir um leið á grundvallarregluna í þessum efnum. „Það er ljóst að það er ekki ætlast til þess af íslenskum lögum í dag að fólk geti haldið opinbera gagnagrunna, um meinta brotamenn eða þeim sem afplánað hafa dóm, og veitt aðgang að þeim hægri vinstri."Þurfa að leita til Írlands Vigdís Eva Líndal, lögfræðingur hjá Persónuvernd, segir úrræði stofnunarinnar takmörkuð. Stofnunin sé fjársvelt og hafi engin úrræði eða mannafla til að taka á svona málum. Eitt mögulegt skref sé þó að tilkynna um starfsemina til Facebook. Vísar lögfræðingurinn þar til möguleika Facebook á að loka einstaka síðum þyki hún ekki við hæfi. „Þeir sem myndirnar eru af gætu snúið sér til persónuverndarstofnunarinnar á Írlandi vegna þess að Facebook er með starfstöð innan EES á Írlandi," segir Vigdís Eva. Hægt sé að hafa samband við stofnunina í gegnum síma eða tölvupóst og fólk þurfi ekki að gera sér ferð til Írlands til þess að leita réttar síns. „Við höfum nokkrum sinnum bent á þennan möguleika en ég veit ekki hvort fólk hafi látið á það reyna," segir Vigdís aðspurð hvort Íslendingar hafi leitað réttar síns til Írlands. Tengdar fréttir Birta myndir af meintum nauðgurum á nýjan leik Svo virðist sem fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna vikna um barnaníðinga hafi blásið lífi í meðlimi hópsins "Við viljum nöfn og myndir af dæmdum barnaníðingum“ á Facebook. 31. janúar 2013 10:01 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
„Megingrundvallarreglan er sú að það má ekki taka saman lista yfir menn sem menn gruna um ákveðin afbrot og birta með opinberum hætti eða á opinberum vettvangi," segir Hörður Helgi Helgason lögmaður hjá Landslögum. Blaðamaður leitaði svara hjá Herði, sem er sérfræðingur í persónuverndarlögum, vegna hóps fólks á Facebook sem birt hefur nöfn, myndir og jafnvel heimilisföng meintra eða dæmdra barnaníðinga og kynferðisbrotamanna undanfarna daga. Hörður Helgi segir að þrátt fyrir megingrundvallarregluna kunni að vera að hún eigi ekki alltaf við. Til dæmis liggi ekki fyrir hvort birting á Facebook teljist opinber. „Fjölmiðlanefnd hefur, að ég held, ekki enn sem komið er skilgreint Facebook sem fjölmiðil. Facebook er á einhverju gráu svæði á milli þess að vera tölvupóstur sem fólk sendir á milli sín, maður á mann, og birting í fjölmiðlum á borð við þínum (innsk: Vísir.is). Facebook liggur þarna á milli og við höfum ekki enn almennileg svör hvað við eigum að gera við þessa skepnu," segir Hörður. Hann bendir á að orðið samfélagsmiðill, sem almennt er notað yfir t.d. Facebook og Twitter, hjálpi löfræðingum lítið. Hugsanlega væri hægt að halda því fram að um þröngan hóp væri að ræða sem skiptist einfaldlega á upplýsingum líkt og verið væri að hittast á mannamóti. „Þetta er fullkomlega lögmætt sjónarmið, ég veit ekki hvort það myndi standast en það er nægilega lögmætt til þess að ég get ekki staðið við að segja að þetta sé örugglega bannað. Einhver sem að héldi því fram liti kjánalega út. Það er ekki hægt að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram," segir Hörður Helgi.Tvíþætt vandamál Hörður Helgi segir málið í rauninni tvískipt. Annars vegar sé um lögsöguvandamál að ræða. Lögfræðingur hjá Persónuvernd sagði við Vísi fyrr í dag að fólk, sem telji á sér brotið, geti snúið sér til persónuverndarstofnunarinnar á Írlandi. Facebook sé með starfstöð sína innan EES á Írlandi. „Ef þú ætlaðir að kvarta yfir þessu er ekki ólíklegt að þú þyrftir að kvarta til þess yfirvalds í landinu þar sem gagnagrunnurinn er rekinn," segir Hörður og tekur sem dæmi mann sem lendir í umferðaróhappi á Spáni og vill leita réttar síns. Sá þyrfti að leita til lögfræðinga á Spáni. Hörður Helgi gæti ekki rakið það mál enda væri það ekki innan íslenskrar lögsögu. Hinn hluti málsins snýr að birtingu og meðferð persónuupplýsinga. Hörður Helgi segir sömu grundvallarreglur í persónverndarlögum á Írlandi og Íslandi þótt útfærsln kunni að vera önnur á Írlandi. Hins vegar hafi Persónuvernd hérlendis ítrekað fellt úrskurði um það að fólk megi ekki koma sér upp sínum eigin sakaskrám, birta efni úr þeim eða veita öðrum aðgang að.Verslunareigendur máttu ekki halda lista yfir þjófa Hörður nefnir sem dæmi verslun sem á sínum tíma tók saman myndir af mönnum sem gripnir höfðu verið fyrir þjófnað í verslunum. „Hugmyndin var að vinsa þetta fólk út og banna þeim að versla í versluninni. Það var heldur ekki talið heimilt að dreifa þessum lista á milli verslana," segir Hörður Helgi sem telur svipuð sjónarmið kunna að eiga hér við. Þó geti ýmislegt spilað inn í enda séu hlutirnir sjaldnast svart á hvítu innan lögfræðinnar. Nefnir hann sem dæmi ef áður hefur verið fjallað um viðkomandi í fjölmiðlum. „T.d. í tilfelli flugdólgsins í vél Icelandair um daginn. Um leið og búið var að nafngreina manninn í einhverjum fjölmiðli, sem reyndist vera bandarískur fjölmiðill, nafngreindu íslenskir fjölmiðlar manninn og vísuðu í að þegar væri búið að birta nafnið í fjölmiðlum. Það er sjónarmið á móti," segir Hörður Helgi. Grundvallarsjónarmiðið er þó það, að sögn Harðar, að fólk eigi ekki að geta tekið saman sína eigin sakaskrá. „Það á ekki að líðast. Aðeins einn aðili, hið opinbera, á að halda sakaskrá og um það eru sérstök lög. Þau lög væru tilgangslaus ef allir ættu að geta búið til sinn lista yfir þá sem eru grunaðir eða hafa verið dæmdir."Ættu dæmdir kynferðisbrotamenn að ganga í hús? Hörður Helgi segir nauðsynlegt að Íslendingar velti fyrir sér hvað þeir vilji gera í sambandi við lög að þessu leyti. „Viljum við breyta þeim í það horf sem sum lönd hafa gert en önnur alls ekki viljað gera, þ.e. að birta meiri upplýsingar um brotamenn eftir að þeir hafa lokið afplánun eða eru komnir aftur út í þjóðfélagið," segir Hörður Helgi og bendir á að mestu öfgarnar í þá átt megi finna í sumum ríkjum Bandaríkjanna. „Þar er kynferðisbrotamönnum, í skilningi þarlendra laga, gert skylt að tilkynna nágrönnunum, þegar þeir flytja í nýtt hverfi, að dæmdur kynferðisbrotamaður sé fluttur í hverfið," segir Hörður Helgi og minnir um leið á grundvallarregluna í þessum efnum. „Það er ljóst að það er ekki ætlast til þess af íslenskum lögum í dag að fólk geti haldið opinbera gagnagrunna, um meinta brotamenn eða þeim sem afplánað hafa dóm, og veitt aðgang að þeim hægri vinstri."Þurfa að leita til Írlands Vigdís Eva Líndal, lögfræðingur hjá Persónuvernd, segir úrræði stofnunarinnar takmörkuð. Stofnunin sé fjársvelt og hafi engin úrræði eða mannafla til að taka á svona málum. Eitt mögulegt skref sé þó að tilkynna um starfsemina til Facebook. Vísar lögfræðingurinn þar til möguleika Facebook á að loka einstaka síðum þyki hún ekki við hæfi. „Þeir sem myndirnar eru af gætu snúið sér til persónuverndarstofnunarinnar á Írlandi vegna þess að Facebook er með starfstöð innan EES á Írlandi," segir Vigdís Eva. Hægt sé að hafa samband við stofnunina í gegnum síma eða tölvupóst og fólk þurfi ekki að gera sér ferð til Írlands til þess að leita réttar síns. „Við höfum nokkrum sinnum bent á þennan möguleika en ég veit ekki hvort fólk hafi látið á það reyna," segir Vigdís aðspurð hvort Íslendingar hafi leitað réttar síns til Írlands.
Tengdar fréttir Birta myndir af meintum nauðgurum á nýjan leik Svo virðist sem fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna vikna um barnaníðinga hafi blásið lífi í meðlimi hópsins "Við viljum nöfn og myndir af dæmdum barnaníðingum“ á Facebook. 31. janúar 2013 10:01 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Birta myndir af meintum nauðgurum á nýjan leik Svo virðist sem fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna vikna um barnaníðinga hafi blásið lífi í meðlimi hópsins "Við viljum nöfn og myndir af dæmdum barnaníðingum“ á Facebook. 31. janúar 2013 10:01