Lífið

Umvafinn fögrum fljóðum í Cannes

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Leonardo DiCaprio ákvað að sleikja sólina í Cannes í nokkra daga eftir frumsýningu The Great Gatsby, hér ásamt meðleikurum sínum Carey Mulligan og Tobey Maguire. Nordicphotos/getty
Leonardo DiCaprio ákvað að sleikja sólina í Cannes í nokkra daga eftir frumsýningu The Great Gatsby, hér ásamt meðleikurum sínum Carey Mulligan og Tobey Maguire. Nordicphotos/getty

Leikarinn Leonardo DiCaprio er heldur betur að njóta lífsins í Cannes þessa dagana. Eftir að hafa gengið rauða dregilinn á kvikmyndahátíðinni er myndin The Great Gatsby var frumsýnd leigði leikarinn sér snekkju til að slappa af eftir vinnutörnina. Athygli vakti að með Di Caprio á bátnum eru nánast bara stúlkur sem njóta þess að sleikja sólina í Suður Frakklandi ásamt leikaranum. Snekkjan sem Di Caprio er á nefnist Lionheart og er í eigu breska auðkýfingsins Sir Phillip Green, eiganda Topshop verslanana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.