KR-ingar verða að vinna í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2013 08:00 Mynd/Daníel Veikleika er ekki að sjá á KR-ingum í upphafi Íslandsmótsins, þeir eru með fullt hús, hafa skorað meira en tvö mörk að meðaltali í leik og haldið hreinu í þremur síðustu leikjum sínum. Frá árinu 1977 hafa aðeins sjö lið verið með betri markatölu eftir fjóra leiki og það er margt sem bendir til þess að KR-liðið sé í meistaraham og hungrað eftir ófarirnar í fyrra. Mótherjar kvöldsins eru Blikar sem hafa verið sveiflukenndir í fyrstu umferðunum en verða helst að fá eitthvað út úr leiknum í kvöld ætli Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans ekki að heltast úr lestinni í titilbaráttunni. KR er með tveggja stiga forskot á FH og kannski finnst einhverjum það vera skrýtin fullyrðing að þeir verði að vinna leikinn á KR-velli í kvöld. Sagan segir hins vegar að KR verði að vinna sigur í kvöld eigi 26. titilinn að rata í Frostaskjólið. KR er fjórtánda liðið sem vinnur fjóra fyrstu leiki sína frá því að liðin fóru að leika heima og heiman sumarið 1959. Þeir voru þeir fyrstu til að afreka slíkt sumarið 1959 en KR-liðið setti þá met sem aldrei verið slegið, aðeins jafnað þegar þeir unnu alla leiki sína á Íslandsmótinu. Síðan eru liðin 54 ár og nú voru KR-ingar sjálfir fyrst að endurtaka leikinn, það er vinna fyrstu fjóra leiki sína. Mikilvægi fimmta leiksins fer ekki framhjá neinum sem skoðar tölfræði Íslandsmótsins á þessum 54 árum. Ekkert liðanna fimm sem hefur tapað stigum í fimmta leik eftir sigra í fjórum fyrstu leikjunum hefur orðið Íslandsmeistari um haustið. Fjögur þeirra voru reyndar nálægt því, með því að vinna silfrið en nýjasti meðlimurinn í hópnum, ÍA-liðið frá því í fyrra, gaf mikið eftir þegar leið á sumarið. Sex af átta liðum sem hafa verið með fullt hús eftir fimm leiki hafa aftur á móti orðið Íslandsmeistarar. Í öðru af þeim tveimur tilfellum sem það klikkaði unnu tvö lið fyrstu fimm leiki sína (FH og Valur 2005) en í hitt skiptið komu Keflvíkingar (1997) gríðarlega á óvart með því að vinna fyrstu sex leiki sína (spáð 7. sætinu) en náðu síðan aðeins í sex stig í síðustu tólf leikjum sínum. KR-ingar koma því ekki mikið á óvart með því að berjast um titilinn og engu öðru liði hefur tekist að fylgja þeim eftir í upphafi móts. Þetta blasir því við Vesturbæingum svart á hvítu, þeir verða að vinna í kvöld.Fimmti leikurinn hjá liðum með fullt hús:(frá því að liðin fóru að spila heima og að heiman 1959)Sigur í fimmta leik FH 2006 - Íslandsmeistari FH 2005 - Íslandsmeistari Valur 2005 - 2. sæti Keflavík 1997 - 6. sæti ÍA 1995 - Íslandsmeistari Valur 1978 - Íslandsmeistari Keflavík 1973 - Íslandsmeistari KR 1959 - ÍslandsmeistariJafntefli eða tap í fimmta leik ÍA 2012 - jafntefli - 6. sæti Keflavík 2008 - tap - 2. sæti FH 2007 - jafntefli - 2. sæti Fram 1980 - jafntefli - 2. sæti ÍA 1961 - tap - 2. sæti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Veikleika er ekki að sjá á KR-ingum í upphafi Íslandsmótsins, þeir eru með fullt hús, hafa skorað meira en tvö mörk að meðaltali í leik og haldið hreinu í þremur síðustu leikjum sínum. Frá árinu 1977 hafa aðeins sjö lið verið með betri markatölu eftir fjóra leiki og það er margt sem bendir til þess að KR-liðið sé í meistaraham og hungrað eftir ófarirnar í fyrra. Mótherjar kvöldsins eru Blikar sem hafa verið sveiflukenndir í fyrstu umferðunum en verða helst að fá eitthvað út úr leiknum í kvöld ætli Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans ekki að heltast úr lestinni í titilbaráttunni. KR er með tveggja stiga forskot á FH og kannski finnst einhverjum það vera skrýtin fullyrðing að þeir verði að vinna leikinn á KR-velli í kvöld. Sagan segir hins vegar að KR verði að vinna sigur í kvöld eigi 26. titilinn að rata í Frostaskjólið. KR er fjórtánda liðið sem vinnur fjóra fyrstu leiki sína frá því að liðin fóru að leika heima og heiman sumarið 1959. Þeir voru þeir fyrstu til að afreka slíkt sumarið 1959 en KR-liðið setti þá met sem aldrei verið slegið, aðeins jafnað þegar þeir unnu alla leiki sína á Íslandsmótinu. Síðan eru liðin 54 ár og nú voru KR-ingar sjálfir fyrst að endurtaka leikinn, það er vinna fyrstu fjóra leiki sína. Mikilvægi fimmta leiksins fer ekki framhjá neinum sem skoðar tölfræði Íslandsmótsins á þessum 54 árum. Ekkert liðanna fimm sem hefur tapað stigum í fimmta leik eftir sigra í fjórum fyrstu leikjunum hefur orðið Íslandsmeistari um haustið. Fjögur þeirra voru reyndar nálægt því, með því að vinna silfrið en nýjasti meðlimurinn í hópnum, ÍA-liðið frá því í fyrra, gaf mikið eftir þegar leið á sumarið. Sex af átta liðum sem hafa verið með fullt hús eftir fimm leiki hafa aftur á móti orðið Íslandsmeistarar. Í öðru af þeim tveimur tilfellum sem það klikkaði unnu tvö lið fyrstu fimm leiki sína (FH og Valur 2005) en í hitt skiptið komu Keflvíkingar (1997) gríðarlega á óvart með því að vinna fyrstu sex leiki sína (spáð 7. sætinu) en náðu síðan aðeins í sex stig í síðustu tólf leikjum sínum. KR-ingar koma því ekki mikið á óvart með því að berjast um titilinn og engu öðru liði hefur tekist að fylgja þeim eftir í upphafi móts. Þetta blasir því við Vesturbæingum svart á hvítu, þeir verða að vinna í kvöld.Fimmti leikurinn hjá liðum með fullt hús:(frá því að liðin fóru að spila heima og að heiman 1959)Sigur í fimmta leik FH 2006 - Íslandsmeistari FH 2005 - Íslandsmeistari Valur 2005 - 2. sæti Keflavík 1997 - 6. sæti ÍA 1995 - Íslandsmeistari Valur 1978 - Íslandsmeistari Keflavík 1973 - Íslandsmeistari KR 1959 - ÍslandsmeistariJafntefli eða tap í fimmta leik ÍA 2012 - jafntefli - 6. sæti Keflavík 2008 - tap - 2. sæti FH 2007 - jafntefli - 2. sæti Fram 1980 - jafntefli - 2. sæti ÍA 1961 - tap - 2. sæti
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira