Enski boltinn

Silfurmaðurinn í raðir andstæðinga KR

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ben Haim hughreystir John Terry eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Moskvu árið 2008.
Ben Haim hughreystir John Terry eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Moskvu árið 2008. Nordicphotos/Getty
Ísraelinn Tal Ben Haim er genginn í raðir Standard Liege. Liðið tekur á móti KR í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á morgun.

Varnar- og miðjumaðurinn 31 árs gamli hefur komið víða við á löngum ferli. Hann var síðast á mála hjá QPR í ensku úrvalsdeildinni en lék þar á undan með Portsmouth, West Ham, Sunderland, Manchester City, Chelsea og Bolton.

Hann hefur unnið til silfurverðlauna í öllum stærstu keppnum enskrar knattspyrnu auk þess sem hann var í silfurliði Chelsea í Meistaradeild Evrópu árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×