Aldrei fleiri hafa leitað til Barnahúss en nú í janúar Sunna Valgerðardóttir skrifar 25. janúar 2013 07:00 Forstöðukona segir Barnahús ekki anna þeirri miklu eftirspurn sem hefur skapast síðustu ár eftir þjónustu staðarins. Aldrei hafi jafn margir haft samband og nú í janúar. fréttablaðið/GVA Eftirspurn eftir viðtölum og þjónustu í Barnahúsi hefur aldrei verið meiri en nú í janúar. Ólöf Ásta Farestveit, forsvarskona Barnahúss, segir vissulega nokkrar holskeflur hafa komið undanfarin ár, þegar umræður um kynferðisbrot gegn börnum standa sem hæst, en að aldrei hafi aðsóknin þó verið jafn mikil og nú. „Við erum gjörsamlega á haus, vægt til orða tekið," segir Ólöf. „Það er fullt af börnum sem segja frá ofbeldi í kjölfar svona umræðu, líka þau sem hafa verið við það að segja frá en eru að kikna undan álaginu." Ólöf segir einnig að áhyggjufullir foreldrar hafi hringt óvenjumikið í Barnahús undanfarnar tvær vikur, sem og skólayfirvöld. „Það er alltaf haft mikið samband við okkur frá skólunum, en það er einstaklega mikið núna," segir Ólöf og bætir við að þó mikið af nýjum málum sé að koma fram ýfi umræðan einnig upp gömul sár hjá börnum sem hafa lokið meðferð og þurfa á ný að snúa sér til Barnahúss. „Umræðan hefur alveg svakaleg áhrif," segir hún. „Ég hef aldrei upplifað annað eins, síminn stoppar ekki." Ólöf segir að símtölum hafi tekið að fjölga um tveimur dögum eftir að þáttur Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson fór í loftið, þann 7. janúar. En nú fyrst séu þyngri málin að hrannast inn, þar sem þau þurfa fyrst að fara í gegnum barnaverndarnefndir sem meta hvort ástæða sé til að senda börnin í könnunarviðtöl í Barnahúsi, sem og greinargerðir frá dómstólum. Þótt áhrif umræðunnar séu vissulega jákvæð annar Barnahús ekki eftirspurn þegar svo gríðarlegur fjöldi sækist eftir þjónustu þaðan. Fjórir sérfræðingar vinna nú þar í fullri vinnu en húsinu berast á bilinu 280 til 300 mál á ári, sem aukast stöðugt. Ekki hefur verið tekinn saman heildarfjöldi í janúar en Ólöf segir aukninguna tvímælalaust töluverða. „Húsnæðið okkar er löngu sprungið og málafjöldinn löngu kominn yfir það sem Barnahúsi var upphaflega ætlað að sinna," segir hún. „Það þarf fleira starfsfólk og stærra húsnæði, því þetta gerir það að verkum að börnin komast ekki eins fljótt að. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Eftirspurn eftir viðtölum og þjónustu í Barnahúsi hefur aldrei verið meiri en nú í janúar. Ólöf Ásta Farestveit, forsvarskona Barnahúss, segir vissulega nokkrar holskeflur hafa komið undanfarin ár, þegar umræður um kynferðisbrot gegn börnum standa sem hæst, en að aldrei hafi aðsóknin þó verið jafn mikil og nú. „Við erum gjörsamlega á haus, vægt til orða tekið," segir Ólöf. „Það er fullt af börnum sem segja frá ofbeldi í kjölfar svona umræðu, líka þau sem hafa verið við það að segja frá en eru að kikna undan álaginu." Ólöf segir einnig að áhyggjufullir foreldrar hafi hringt óvenjumikið í Barnahús undanfarnar tvær vikur, sem og skólayfirvöld. „Það er alltaf haft mikið samband við okkur frá skólunum, en það er einstaklega mikið núna," segir Ólöf og bætir við að þó mikið af nýjum málum sé að koma fram ýfi umræðan einnig upp gömul sár hjá börnum sem hafa lokið meðferð og þurfa á ný að snúa sér til Barnahúss. „Umræðan hefur alveg svakaleg áhrif," segir hún. „Ég hef aldrei upplifað annað eins, síminn stoppar ekki." Ólöf segir að símtölum hafi tekið að fjölga um tveimur dögum eftir að þáttur Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson fór í loftið, þann 7. janúar. En nú fyrst séu þyngri málin að hrannast inn, þar sem þau þurfa fyrst að fara í gegnum barnaverndarnefndir sem meta hvort ástæða sé til að senda börnin í könnunarviðtöl í Barnahúsi, sem og greinargerðir frá dómstólum. Þótt áhrif umræðunnar séu vissulega jákvæð annar Barnahús ekki eftirspurn þegar svo gríðarlegur fjöldi sækist eftir þjónustu þaðan. Fjórir sérfræðingar vinna nú þar í fullri vinnu en húsinu berast á bilinu 280 til 300 mál á ári, sem aukast stöðugt. Ekki hefur verið tekinn saman heildarfjöldi í janúar en Ólöf segir aukninguna tvímælalaust töluverða. „Húsnæðið okkar er löngu sprungið og málafjöldinn löngu kominn yfir það sem Barnahúsi var upphaflega ætlað að sinna," segir hún. „Það þarf fleira starfsfólk og stærra húsnæði, því þetta gerir það að verkum að börnin komast ekki eins fljótt að.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira