Innlent

Með hugann við náttúruna

Sunna Valgerðardóttir skrifar
Íbúar Kjalarness vildu fá fleiri berjarunna, aðstöðu til sjósunds og náttúrufræðslu.
Fréttablaðið/GVA
Íbúar Kjalarness vildu fá fleiri berjarunna, aðstöðu til sjósunds og náttúrufræðslu. Fréttablaðið/GVA
Íbúar á Kjalarnesi vilja fá bætta aðstöðu til sjósunds og betri fræðslu um náttúru. Þetta kom fram í vali íbúanna á verkefnum í „Betri hverfum" á síðasta ári sem komast til framkvæmda. Íbúarnir sendu fyrst inn hugmyndir og síðan var kosið um þær í rafrænni kosningu, eins og í öðrum hverfum.

Óskir Kjalnesinga beindust einnig að bættu umhverfi með gróðursetningu og lagfæringu á gönguleiðum. Þá voru berjarunnar gróðursettir á völdum stöðum.

Framkvæmdafé vegna verkefna Betri hverfa á Kjalarnesi var í fyrra um níu milljónir króna og verður það óbreytt í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×