Vonast til að ekki komi til þvingana vegna makrílveiða Þorgils Jónsson skrifar 25. janúar 2013 06:00 Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Írlands, segist vongóð um að lausn náist í makríldeilunni. Írar eiga, líkt og Ís Evrópumálaráðherra Írlands er vongóð um að lausn finnist á makríldeilunni og segir óvíst að ESB beiti boðuðum viðskiptaþvingunum. Hún segir ákvörðun um að hægja á aðildarviðræðunum vera óvænta en skiljanlega. Írsk stjórnvöld virða rétt Íslands til makrílveiða en semja verður um aflaheimildir, vonandi áður en gripið verður til viðskiptaþvingana. Þetta segir Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Írlands, í samtali við Fréttablaðið en Írland fer með formennsku í ráðherraráði ESB um þessar mundir. Hún segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hægja á aðildarviðræðum við ESB hafa verið nokkuð óvænta en að hún sé þó ekki óeðlileg í ljósi komandi þingkosninga. „Það er í raun eðlilegt og viðeigandi í þessu ferli að stjórnir og flokkar leitist við að taka aðildarviðræðurnar út fyrir umræðuna í aðdraganda kosninga. Hins vegar hefur þetta lítið að segja í raun nema að viðræður munu ekki hefjast í ákveðnum samningaköflum. Margir eru þegar til umræðu og ég vona að við getum undirbúið upphaf viðræðna um þá kafla sem enn standa út af borðinu áður en formennsku okkar lýkur." Creighton segir Íra tilbúna til að helga sig viðræðunum að fullu þegar að því kemur. Þeir séu jákvæðir gagnvart stækkun og lengi hafi verið velvilji milli Íslands og Írlands. Spurð hvort ekki reyni á vinsemd milli ríkjanna í makríldeilunni, þar sem írsk stjórnvöld og hagsmunaaðilar standa í fylkingarbrjósti ESB og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur deilt hart á boðaðar aðgerðir, segist Creighton vongóð um að sáttir náist. „Frá okkar sjónarmiði virðum við rétt Íslands til að veiða makríl en spurningin snýst um skiptingu aflaheimilda. Það er háð samningsviðræðum þar sem allir vilja auðvitað ná góðri niðurstöðu. Ég er viss um að við getum náð saman um málið en það mun taka tíma." Spurð út í fyrirætlanir ESB um að leggja á viðskiptaþvinganir í tengslum við makríldeiluna segir Creighton að ekki sé búið að taka lokaákvörðun í því máli. „Þetta er augljóslega mjög viðkvæmt mál hjá mörgum ESB-ríkjum, en ákvörðunin um framhaldið er nú á borði hjá framkvæmdastjórninni. Ég vona hins vegar að hægt sé að leysa málið án þess að þurfi að koma til aðgerða." Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Evrópumálaráðherra Írlands er vongóð um að lausn finnist á makríldeilunni og segir óvíst að ESB beiti boðuðum viðskiptaþvingunum. Hún segir ákvörðun um að hægja á aðildarviðræðunum vera óvænta en skiljanlega. Írsk stjórnvöld virða rétt Íslands til makrílveiða en semja verður um aflaheimildir, vonandi áður en gripið verður til viðskiptaþvingana. Þetta segir Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Írlands, í samtali við Fréttablaðið en Írland fer með formennsku í ráðherraráði ESB um þessar mundir. Hún segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hægja á aðildarviðræðum við ESB hafa verið nokkuð óvænta en að hún sé þó ekki óeðlileg í ljósi komandi þingkosninga. „Það er í raun eðlilegt og viðeigandi í þessu ferli að stjórnir og flokkar leitist við að taka aðildarviðræðurnar út fyrir umræðuna í aðdraganda kosninga. Hins vegar hefur þetta lítið að segja í raun nema að viðræður munu ekki hefjast í ákveðnum samningaköflum. Margir eru þegar til umræðu og ég vona að við getum undirbúið upphaf viðræðna um þá kafla sem enn standa út af borðinu áður en formennsku okkar lýkur." Creighton segir Íra tilbúna til að helga sig viðræðunum að fullu þegar að því kemur. Þeir séu jákvæðir gagnvart stækkun og lengi hafi verið velvilji milli Íslands og Írlands. Spurð hvort ekki reyni á vinsemd milli ríkjanna í makríldeilunni, þar sem írsk stjórnvöld og hagsmunaaðilar standa í fylkingarbrjósti ESB og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur deilt hart á boðaðar aðgerðir, segist Creighton vongóð um að sáttir náist. „Frá okkar sjónarmiði virðum við rétt Íslands til að veiða makríl en spurningin snýst um skiptingu aflaheimilda. Það er háð samningsviðræðum þar sem allir vilja auðvitað ná góðri niðurstöðu. Ég er viss um að við getum náð saman um málið en það mun taka tíma." Spurð út í fyrirætlanir ESB um að leggja á viðskiptaþvinganir í tengslum við makríldeiluna segir Creighton að ekki sé búið að taka lokaákvörðun í því máli. „Þetta er augljóslega mjög viðkvæmt mál hjá mörgum ESB-ríkjum, en ákvörðunin um framhaldið er nú á borði hjá framkvæmdastjórninni. Ég vona hins vegar að hægt sé að leysa málið án þess að þurfi að koma til aðgerða."
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira