Birtir Húsavíkurlistann í heild sinni: "Víti til varnaðar“ 9. apríl 2013 11:18 Gísli Ásgeirsson. „Viðtalið við Reinhard Reinhardsson [fyrrverandi bæjarstjóra Húsavíkur] er dæmi um það af hverju það á að rifja svona lagað upp. Þetta er víti til varðnaðar," segir þýðandinn Gísli Ásgeirsson, en hann hefur birt nafnalistann með öllum þeim sem skrifuðu undir stuðning við dæmdan nauðgara á Húsavík árið 2000, á bloggi sínu. Það var Kastljós sem fjallaði um málið í gærkvöldi en þá steig Guðný Jóna Kristjánsdóttir læknir fram en henni var nauðgað á Húsavík þegar hún var sautján ára gömul. Nauðgari Guðnýjar var dæmdur í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgunina í Hæstarétti. Það sem vakti þó athygli var listi sem birtist í blaðinu Skránni þar sem 113 íbúar á Húsavík rituðu nöfn sín nauðgaranum og fjölskyldu hans til stuðnings. Undir stóð svo: „Mæður eiga líka syni." Gísli segist ekki hafa fengið mikil neikvæð viðbrögð við birtingu listans, sem hann segist einfaldlega hafa fundið á vefsíðunni Tímarit.is. „Ég er ekki að ljóstra neinu upp þarna sem hefur ekki áður birst," útskýrir Gísli en listinn hefur hingað til ekki legið fyrir á svo áberandi hátt. Sjálfur var Gísli að íhuga að skrifa um málið á vefsíðuna Knúz.is, síðustu jól. Þá vegna líkinda málsins við glæpinn sem var framinn í Stuebenville í Bandaríkjunum síðasta sumar. Þar brást samfélagið við með svipuðum hætti og gerðist á Húsavík. Greinin var aldrei birt að sögn Gísla vegna þess að hann hafði sjálfur verið í sambandi við Guðnýju, og fann þá að það væri ekki tímabært að fjalla um málið. Gísli bendir á að sambærileg dæmi og gerðust á Húsavík séu víða enn þann dag í dag. „Húsavík er víða en það verður samt að taka fram að það var aðeins lítill hluti af bæjarbúum sem tóku þátt í þessu. Það verður að varast að dæma alla bæjarbúa fyrir þetta," segir Gísli. Spurður hvort hann muni taka niður listann fái hann ábendingar um það svara Gísli: „Nei, það myndi ég ekki gera, enda eru þetta opinberar upplýsingar sem hafa áður birst."Hér er hægt að nálgast umfjöllun Gísla um málið. Tengdar fréttir Nauðgunin sem klauf bæjarfélag 113 einstaklingar skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu til varnar dæmdum nauðgara á Húsavík árið 2000. Málið var rifjað upp í Kastljósi í gærkvöldi. Fyrrverandi bæjarstjóri vildi lítið tjá sig vegna málsins en honum þykir þó sæta furðu að það sé dregið upp svo löngu síðar. 9. apríl 2013 09:42 Presturinn biðst afsökunar "Ég get ekki tjáð mig um einstök atriði úr okkar samtali því eðli málsins samkvæmt er ég bundinn þagnarskyldu. Ég rengi þó ekki orð hennar,“ segir Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík. 9. apríl 2013 09:20 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Viðtalið við Reinhard Reinhardsson [fyrrverandi bæjarstjóra Húsavíkur] er dæmi um það af hverju það á að rifja svona lagað upp. Þetta er víti til varðnaðar," segir þýðandinn Gísli Ásgeirsson, en hann hefur birt nafnalistann með öllum þeim sem skrifuðu undir stuðning við dæmdan nauðgara á Húsavík árið 2000, á bloggi sínu. Það var Kastljós sem fjallaði um málið í gærkvöldi en þá steig Guðný Jóna Kristjánsdóttir læknir fram en henni var nauðgað á Húsavík þegar hún var sautján ára gömul. Nauðgari Guðnýjar var dæmdur í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgunina í Hæstarétti. Það sem vakti þó athygli var listi sem birtist í blaðinu Skránni þar sem 113 íbúar á Húsavík rituðu nöfn sín nauðgaranum og fjölskyldu hans til stuðnings. Undir stóð svo: „Mæður eiga líka syni." Gísli segist ekki hafa fengið mikil neikvæð viðbrögð við birtingu listans, sem hann segist einfaldlega hafa fundið á vefsíðunni Tímarit.is. „Ég er ekki að ljóstra neinu upp þarna sem hefur ekki áður birst," útskýrir Gísli en listinn hefur hingað til ekki legið fyrir á svo áberandi hátt. Sjálfur var Gísli að íhuga að skrifa um málið á vefsíðuna Knúz.is, síðustu jól. Þá vegna líkinda málsins við glæpinn sem var framinn í Stuebenville í Bandaríkjunum síðasta sumar. Þar brást samfélagið við með svipuðum hætti og gerðist á Húsavík. Greinin var aldrei birt að sögn Gísla vegna þess að hann hafði sjálfur verið í sambandi við Guðnýju, og fann þá að það væri ekki tímabært að fjalla um málið. Gísli bendir á að sambærileg dæmi og gerðust á Húsavík séu víða enn þann dag í dag. „Húsavík er víða en það verður samt að taka fram að það var aðeins lítill hluti af bæjarbúum sem tóku þátt í þessu. Það verður að varast að dæma alla bæjarbúa fyrir þetta," segir Gísli. Spurður hvort hann muni taka niður listann fái hann ábendingar um það svara Gísli: „Nei, það myndi ég ekki gera, enda eru þetta opinberar upplýsingar sem hafa áður birst."Hér er hægt að nálgast umfjöllun Gísla um málið.
Tengdar fréttir Nauðgunin sem klauf bæjarfélag 113 einstaklingar skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu til varnar dæmdum nauðgara á Húsavík árið 2000. Málið var rifjað upp í Kastljósi í gærkvöldi. Fyrrverandi bæjarstjóri vildi lítið tjá sig vegna málsins en honum þykir þó sæta furðu að það sé dregið upp svo löngu síðar. 9. apríl 2013 09:42 Presturinn biðst afsökunar "Ég get ekki tjáð mig um einstök atriði úr okkar samtali því eðli málsins samkvæmt er ég bundinn þagnarskyldu. Ég rengi þó ekki orð hennar,“ segir Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík. 9. apríl 2013 09:20 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Nauðgunin sem klauf bæjarfélag 113 einstaklingar skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu til varnar dæmdum nauðgara á Húsavík árið 2000. Málið var rifjað upp í Kastljósi í gærkvöldi. Fyrrverandi bæjarstjóri vildi lítið tjá sig vegna málsins en honum þykir þó sæta furðu að það sé dregið upp svo löngu síðar. 9. apríl 2013 09:42
Presturinn biðst afsökunar "Ég get ekki tjáð mig um einstök atriði úr okkar samtali því eðli málsins samkvæmt er ég bundinn þagnarskyldu. Ég rengi þó ekki orð hennar,“ segir Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík. 9. apríl 2013 09:20