Birtir Húsavíkurlistann í heild sinni: "Víti til varnaðar“ 9. apríl 2013 11:18 Gísli Ásgeirsson. „Viðtalið við Reinhard Reinhardsson [fyrrverandi bæjarstjóra Húsavíkur] er dæmi um það af hverju það á að rifja svona lagað upp. Þetta er víti til varðnaðar," segir þýðandinn Gísli Ásgeirsson, en hann hefur birt nafnalistann með öllum þeim sem skrifuðu undir stuðning við dæmdan nauðgara á Húsavík árið 2000, á bloggi sínu. Það var Kastljós sem fjallaði um málið í gærkvöldi en þá steig Guðný Jóna Kristjánsdóttir læknir fram en henni var nauðgað á Húsavík þegar hún var sautján ára gömul. Nauðgari Guðnýjar var dæmdur í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgunina í Hæstarétti. Það sem vakti þó athygli var listi sem birtist í blaðinu Skránni þar sem 113 íbúar á Húsavík rituðu nöfn sín nauðgaranum og fjölskyldu hans til stuðnings. Undir stóð svo: „Mæður eiga líka syni." Gísli segist ekki hafa fengið mikil neikvæð viðbrögð við birtingu listans, sem hann segist einfaldlega hafa fundið á vefsíðunni Tímarit.is. „Ég er ekki að ljóstra neinu upp þarna sem hefur ekki áður birst," útskýrir Gísli en listinn hefur hingað til ekki legið fyrir á svo áberandi hátt. Sjálfur var Gísli að íhuga að skrifa um málið á vefsíðuna Knúz.is, síðustu jól. Þá vegna líkinda málsins við glæpinn sem var framinn í Stuebenville í Bandaríkjunum síðasta sumar. Þar brást samfélagið við með svipuðum hætti og gerðist á Húsavík. Greinin var aldrei birt að sögn Gísla vegna þess að hann hafði sjálfur verið í sambandi við Guðnýju, og fann þá að það væri ekki tímabært að fjalla um málið. Gísli bendir á að sambærileg dæmi og gerðust á Húsavík séu víða enn þann dag í dag. „Húsavík er víða en það verður samt að taka fram að það var aðeins lítill hluti af bæjarbúum sem tóku þátt í þessu. Það verður að varast að dæma alla bæjarbúa fyrir þetta," segir Gísli. Spurður hvort hann muni taka niður listann fái hann ábendingar um það svara Gísli: „Nei, það myndi ég ekki gera, enda eru þetta opinberar upplýsingar sem hafa áður birst."Hér er hægt að nálgast umfjöllun Gísla um málið. Tengdar fréttir Nauðgunin sem klauf bæjarfélag 113 einstaklingar skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu til varnar dæmdum nauðgara á Húsavík árið 2000. Málið var rifjað upp í Kastljósi í gærkvöldi. Fyrrverandi bæjarstjóri vildi lítið tjá sig vegna málsins en honum þykir þó sæta furðu að það sé dregið upp svo löngu síðar. 9. apríl 2013 09:42 Presturinn biðst afsökunar "Ég get ekki tjáð mig um einstök atriði úr okkar samtali því eðli málsins samkvæmt er ég bundinn þagnarskyldu. Ég rengi þó ekki orð hennar,“ segir Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík. 9. apríl 2013 09:20 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
„Viðtalið við Reinhard Reinhardsson [fyrrverandi bæjarstjóra Húsavíkur] er dæmi um það af hverju það á að rifja svona lagað upp. Þetta er víti til varðnaðar," segir þýðandinn Gísli Ásgeirsson, en hann hefur birt nafnalistann með öllum þeim sem skrifuðu undir stuðning við dæmdan nauðgara á Húsavík árið 2000, á bloggi sínu. Það var Kastljós sem fjallaði um málið í gærkvöldi en þá steig Guðný Jóna Kristjánsdóttir læknir fram en henni var nauðgað á Húsavík þegar hún var sautján ára gömul. Nauðgari Guðnýjar var dæmdur í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgunina í Hæstarétti. Það sem vakti þó athygli var listi sem birtist í blaðinu Skránni þar sem 113 íbúar á Húsavík rituðu nöfn sín nauðgaranum og fjölskyldu hans til stuðnings. Undir stóð svo: „Mæður eiga líka syni." Gísli segist ekki hafa fengið mikil neikvæð viðbrögð við birtingu listans, sem hann segist einfaldlega hafa fundið á vefsíðunni Tímarit.is. „Ég er ekki að ljóstra neinu upp þarna sem hefur ekki áður birst," útskýrir Gísli en listinn hefur hingað til ekki legið fyrir á svo áberandi hátt. Sjálfur var Gísli að íhuga að skrifa um málið á vefsíðuna Knúz.is, síðustu jól. Þá vegna líkinda málsins við glæpinn sem var framinn í Stuebenville í Bandaríkjunum síðasta sumar. Þar brást samfélagið við með svipuðum hætti og gerðist á Húsavík. Greinin var aldrei birt að sögn Gísla vegna þess að hann hafði sjálfur verið í sambandi við Guðnýju, og fann þá að það væri ekki tímabært að fjalla um málið. Gísli bendir á að sambærileg dæmi og gerðust á Húsavík séu víða enn þann dag í dag. „Húsavík er víða en það verður samt að taka fram að það var aðeins lítill hluti af bæjarbúum sem tóku þátt í þessu. Það verður að varast að dæma alla bæjarbúa fyrir þetta," segir Gísli. Spurður hvort hann muni taka niður listann fái hann ábendingar um það svara Gísli: „Nei, það myndi ég ekki gera, enda eru þetta opinberar upplýsingar sem hafa áður birst."Hér er hægt að nálgast umfjöllun Gísla um málið.
Tengdar fréttir Nauðgunin sem klauf bæjarfélag 113 einstaklingar skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu til varnar dæmdum nauðgara á Húsavík árið 2000. Málið var rifjað upp í Kastljósi í gærkvöldi. Fyrrverandi bæjarstjóri vildi lítið tjá sig vegna málsins en honum þykir þó sæta furðu að það sé dregið upp svo löngu síðar. 9. apríl 2013 09:42 Presturinn biðst afsökunar "Ég get ekki tjáð mig um einstök atriði úr okkar samtali því eðli málsins samkvæmt er ég bundinn þagnarskyldu. Ég rengi þó ekki orð hennar,“ segir Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík. 9. apríl 2013 09:20 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Nauðgunin sem klauf bæjarfélag 113 einstaklingar skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu til varnar dæmdum nauðgara á Húsavík árið 2000. Málið var rifjað upp í Kastljósi í gærkvöldi. Fyrrverandi bæjarstjóri vildi lítið tjá sig vegna málsins en honum þykir þó sæta furðu að það sé dregið upp svo löngu síðar. 9. apríl 2013 09:42
Presturinn biðst afsökunar "Ég get ekki tjáð mig um einstök atriði úr okkar samtali því eðli málsins samkvæmt er ég bundinn þagnarskyldu. Ég rengi þó ekki orð hennar,“ segir Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík. 9. apríl 2013 09:20