Innlent

Tvær nauðganir kærðar eftir helgina

Tvær nauðganir voru kærðar um helgina samkvæmt Björgvini Björgvinssyni, yfirmanni kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann vildi ekki gefa upp hvort nauðganirnar hefðu átt sér stað í heimahúsum en á mbl.is kemur fram að samkvæmt heimildum miðilsins áttu nauðganirnar sér stað í Kópavogi og í Grafarvogi.

„Málin eru á frumstigi rannsóknar," segir Björgvin en mikið mæðir á deildinni þessa dagana vegna holskeflu kæra vegna kynferðisbrota sem hafa borist deildinni frá áramótum eftir umfjöllun Kastljós um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson.

Björgvin segir að við þetta bætist ein til tvær nauðgunarkærur á viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×