Innlent

Íslendingum fjölgaði um 0.7 prósent

MYND/GETTY
Íslendingar voru 321.857 talsins þann 1. janúar síðastliðinn. Þeim fjölgaði því um 0.7 prósent frá sama tíma árið áður en 2.282 einstaklinga.

Árið 2012 fæddust 4.533 börn á Íslandi, 2.317 drengir og 1.952 stúlkur. Á vef Hagstofunnar kemur fram að fæddir umfram dána hafi verið 2.581.

Í fyrra fluttust 6.276 utan en 5.957 til landsins. Brottfluttir umfram aðflutta voru því 319 árið 2013.

Drengir sem fæddust í fyrra geta vænst þess að ná 80.8 ár meðalaldri en stúlkur eiga hins vegar von á að ná að meðaltali 83.9 ára aldri.

Þessa tölur komu fram í Hagtíðindum um mannfjöldaþróun árið 2012 sem Hagstofan gefur út í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×