Ungur óþolinmóður leiðtogi Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2013 11:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kallaður til forystu í Framsóknarflokknum snemma árs örlagaárið mikla í íslenskum stjórnmálum 2009. Hópur Framsóknarmanna á Austfjörðum sem hann hafði hvorki talað við áður né hitt höfðu samband við hann og nánast tilkynntu honum að þeir vildu að hann yrði formaður flokksins. Sigmundur Davíð fór austur á firði að hann hélt til að eiga mjög óformlegan fund með fjórum mönnum, sem endaði í vísitasíu og hluta kjördæmisins og fundi um kvöldið þar sem tugir manna voru komnir til að hlusta á væntanlegan formann í flokknum. Um fjórum árum síðar var hann orðinn forsætisráðherra í algerlega endurnýjuðu þingliði í elsta stjórnmálaflokki landsins.Aldrei séð eftir því að fara í stjórnmálin „Auðvitað hefur maður velt því fyrir sér frá því maður byrjaði í stjórnmálum almennt fyrir um fimm árum hvað maður væri kominn út í. En ég hef þó aldrei séð eftir því að hafa farið út í stjórnmál. Og þar hafa haldið þau rök sem ég notaði þegar ég ákvað að prófa þetta að ef ég prófaði það ekki yrði ég hvort eð er einhvers staðar á hliðarlínunni svo pirraður á því hvað allir stjórnmálamennirnir væru að gera, allt vitlaust,“ segir Sigmundur Davíð. Það væri því allt eins gott að vera í aðstöðu til að hafa áhrif á það, segir hann. Og það hefur hann sannarlega verið. Hann var eins konar guðfaðir minnihlutastjórnarinnar sem tók við eftir að ríkisstjórn Geirs H. Haarde sprakk, þegar hann hét því að verja stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar falli. Forsætisráðherrann ungi er óþolinmóður maður og segir að það sé almennt einkenni stjórnmálamanna. „Það þarf að ýta aftur og aftur við sömu hlutunum, það er bara einhvern veginn eðli stjórnmálanna,“ segir hann. Þar ríki einhvers konar tregðulögmál. „En þó eru að eiga sér stað stórar breytingar núna. Mér finnst eiga sér stað hröðun, sem mér finnst mjög jákvætt,“ segir forsætisráðherra.Frjálslyndur miðjuflokkur Leiðtoginn ungi fór mikinn í stjórnarandstöðu og mörgum fannst hann jafnvel ósanngjarn en hann tekur ekki undir það. Hann segist fara fyrir frjálslyndum miðjuflokki . „En þetta er líka flokkur róttækrar rökhyggju eins og ég kalla það. Og það sem ég á við með því er að við trúum því að það sé hægt með því að líta til staðreynda mála og rökræða út frá staðreyndum að komast að því hvað er rétt og hvað er rangt,“ segir Sigmundur Davíð með sannfæringu. Og þá þurfi menn að vera reiðubúnir til að berjast fyrir því sem þeir telja vera rétt af töluverðri hörku. Þar sé frjáslyndi lykilatriði og menn verði að vera opnir fyrir mörgum skoðunum. En mörgum finnst skorta á þetta hjá formanni Framsóknarflokksins þegar hann er nú kominn í forsætisráðherrastólinn og hann kvarti undan stjórnarandstöðunni og tali um að menn ætli að fara að ljúga og það hafi snúist við hjá honum viðhorfið.Sagði menn aldrei ætla að ljúga „Fyrst vil ég geta þess að ég talaði ekki um að ljúga. Ég talaði um að menn myndu segja ósatt um tiltekna hluti og ég tel að það hafi síðan komið á daginn. Merkingin er sú sama en það er önnur áferð á því,“ segir Sigmundur Davíð. En hefur hann engan skilning á því að stjórnarandstaðan sæki að stjórnarliðinu? „Jú, jú auðvitað gerir hún það,“ segir hann. Við vorum stundum kannski svolítið hörð í stjórnarandstöðu en við vorum þá að berjast fyrir réttum málstað,“ segir hann. Auðvitað telji stjórnarandstaðan sig vera að gera það núna og hann hafi gaman að pólitískri rökræðu. Sérstaklega við sannfærða frjálshyggjumenn eða sannfærða sósíalista. Í líflegu viðtali í Pólitíkinni kemur meðal annars fram að forsætisráðherra er ánægður með breytingar sem gerðar voru á fjárlagafrumvarpinu, m.a. varðandi greiðslu desemberuppbótar til atvinnulausra og niðurfellingar legugjalda á sjúkrahúsum. „Mér finnst það vera grundvallaratriði varðandi heilbrigðiskerfið og menntakerfið að menn eigi að getað notið þjónustu þessara kerfa til fulls óháð efnahag,“ segir forsætisráðherra. En auðvitað verði að hafa hemil á í heilbrigðiskerfinu vegna þess að það sé endalaust hægt að eyða í þá mikilvægu þjónustu.Uppstokkun í ríkisstjórn Sigmundur Davíð rekur rótgróna andstöðu Framsóknarflokksins í Evrópumálum , mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu í þeim efnum og hvernig koma megi Íslandi aftur í jafnvægi með krónuna á floti þegar gjaldeyrishöfum verði hætt. Og hann ræðir uppstokkun í ríkisstjórninni. „Ætli það verði á gamlársdag úr þessu,“ segir hann. Enn sé eftir töluverð vinna við samhæfingu verkefna ráðuneyta. „Einhvern tíma svaraði ég kæruleysislega þegar ég var spurður að þessu: Það kemur að því fljótlega og það gildir enn. En fljótlega er teygjanlegt hugtak,“ segir Sigmundur Davíð með stríðnissvip og segir marga álitlega kosti í þeim efnum. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kallaður til forystu í Framsóknarflokknum snemma árs örlagaárið mikla í íslenskum stjórnmálum 2009. Hópur Framsóknarmanna á Austfjörðum sem hann hafði hvorki talað við áður né hitt höfðu samband við hann og nánast tilkynntu honum að þeir vildu að hann yrði formaður flokksins. Sigmundur Davíð fór austur á firði að hann hélt til að eiga mjög óformlegan fund með fjórum mönnum, sem endaði í vísitasíu og hluta kjördæmisins og fundi um kvöldið þar sem tugir manna voru komnir til að hlusta á væntanlegan formann í flokknum. Um fjórum árum síðar var hann orðinn forsætisráðherra í algerlega endurnýjuðu þingliði í elsta stjórnmálaflokki landsins.Aldrei séð eftir því að fara í stjórnmálin „Auðvitað hefur maður velt því fyrir sér frá því maður byrjaði í stjórnmálum almennt fyrir um fimm árum hvað maður væri kominn út í. En ég hef þó aldrei séð eftir því að hafa farið út í stjórnmál. Og þar hafa haldið þau rök sem ég notaði þegar ég ákvað að prófa þetta að ef ég prófaði það ekki yrði ég hvort eð er einhvers staðar á hliðarlínunni svo pirraður á því hvað allir stjórnmálamennirnir væru að gera, allt vitlaust,“ segir Sigmundur Davíð. Það væri því allt eins gott að vera í aðstöðu til að hafa áhrif á það, segir hann. Og það hefur hann sannarlega verið. Hann var eins konar guðfaðir minnihlutastjórnarinnar sem tók við eftir að ríkisstjórn Geirs H. Haarde sprakk, þegar hann hét því að verja stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar falli. Forsætisráðherrann ungi er óþolinmóður maður og segir að það sé almennt einkenni stjórnmálamanna. „Það þarf að ýta aftur og aftur við sömu hlutunum, það er bara einhvern veginn eðli stjórnmálanna,“ segir hann. Þar ríki einhvers konar tregðulögmál. „En þó eru að eiga sér stað stórar breytingar núna. Mér finnst eiga sér stað hröðun, sem mér finnst mjög jákvætt,“ segir forsætisráðherra.Frjálslyndur miðjuflokkur Leiðtoginn ungi fór mikinn í stjórnarandstöðu og mörgum fannst hann jafnvel ósanngjarn en hann tekur ekki undir það. Hann segist fara fyrir frjálslyndum miðjuflokki . „En þetta er líka flokkur róttækrar rökhyggju eins og ég kalla það. Og það sem ég á við með því er að við trúum því að það sé hægt með því að líta til staðreynda mála og rökræða út frá staðreyndum að komast að því hvað er rétt og hvað er rangt,“ segir Sigmundur Davíð með sannfæringu. Og þá þurfi menn að vera reiðubúnir til að berjast fyrir því sem þeir telja vera rétt af töluverðri hörku. Þar sé frjáslyndi lykilatriði og menn verði að vera opnir fyrir mörgum skoðunum. En mörgum finnst skorta á þetta hjá formanni Framsóknarflokksins þegar hann er nú kominn í forsætisráðherrastólinn og hann kvarti undan stjórnarandstöðunni og tali um að menn ætli að fara að ljúga og það hafi snúist við hjá honum viðhorfið.Sagði menn aldrei ætla að ljúga „Fyrst vil ég geta þess að ég talaði ekki um að ljúga. Ég talaði um að menn myndu segja ósatt um tiltekna hluti og ég tel að það hafi síðan komið á daginn. Merkingin er sú sama en það er önnur áferð á því,“ segir Sigmundur Davíð. En hefur hann engan skilning á því að stjórnarandstaðan sæki að stjórnarliðinu? „Jú, jú auðvitað gerir hún það,“ segir hann. Við vorum stundum kannski svolítið hörð í stjórnarandstöðu en við vorum þá að berjast fyrir réttum málstað,“ segir hann. Auðvitað telji stjórnarandstaðan sig vera að gera það núna og hann hafi gaman að pólitískri rökræðu. Sérstaklega við sannfærða frjálshyggjumenn eða sannfærða sósíalista. Í líflegu viðtali í Pólitíkinni kemur meðal annars fram að forsætisráðherra er ánægður með breytingar sem gerðar voru á fjárlagafrumvarpinu, m.a. varðandi greiðslu desemberuppbótar til atvinnulausra og niðurfellingar legugjalda á sjúkrahúsum. „Mér finnst það vera grundvallaratriði varðandi heilbrigðiskerfið og menntakerfið að menn eigi að getað notið þjónustu þessara kerfa til fulls óháð efnahag,“ segir forsætisráðherra. En auðvitað verði að hafa hemil á í heilbrigðiskerfinu vegna þess að það sé endalaust hægt að eyða í þá mikilvægu þjónustu.Uppstokkun í ríkisstjórn Sigmundur Davíð rekur rótgróna andstöðu Framsóknarflokksins í Evrópumálum , mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu í þeim efnum og hvernig koma megi Íslandi aftur í jafnvægi með krónuna á floti þegar gjaldeyrishöfum verði hætt. Og hann ræðir uppstokkun í ríkisstjórninni. „Ætli það verði á gamlársdag úr þessu,“ segir hann. Enn sé eftir töluverð vinna við samhæfingu verkefna ráðuneyta. „Einhvern tíma svaraði ég kæruleysislega þegar ég var spurður að þessu: Það kemur að því fljótlega og það gildir enn. En fljótlega er teygjanlegt hugtak,“ segir Sigmundur Davíð með stríðnissvip og segir marga álitlega kosti í þeim efnum.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira