Lífið

Fiskréttur á jólaborðið - uppskrift

Sveinn getur galdrað fram ýmislegt góðgæti úr afurðum sjávarins.
Sveinn getur galdrað fram ýmislegt góðgæti úr afurðum sjávarins.
Matreiðslumaðurinn Sveinn Kjartansson er maðurinn á bak við þættina Fagur fiskur og samnefnda matreiðslubók sem kom út fyrir stuttu. Hann deilir girnilegri og jólalegri uppskrift af fiskrétti.

Reyklaxvafið laxafrauð á jólalegu salati

200 g ferskur lax

1 bolli hvítvín

1 lárviðarlauf

50 g pistasíuhnetur

200 g reyktur lax

2 msk. sítrónuolía

1 tsk. mulinn rósapipar

örlítið saxað dill

salt og pipar

1 dl rjómi

8 sneiðar þunnt skorinn reyktur lax

Sjóðið ferska laxinn í hvítvíninu með lárviðarlaufinu í um eina mínútu. Látið síðan standa og kóla í leginum.

Ristið pistasíurnar, kælið þær og myljið smátt, t.d. í mortéli.

Sigtið vökvann frá laxinum og maukið hann í matvinnsluvél. Bætið reykta laxinum, sítrónuolíunni, rósapiparnum, dillinu og pistasíuhnetunum út í. Saltið og piprið.

Þeytið rjómann og hrærið hann saman við laxamaukið. Geymið í kæli í 2-3 klst.

Leggið smávegis af farsinu á sneið af reyktum laxi og rúllið þannið að að hún hylji alveg fyllinguna. Kælið vel áður en skorið er í sneiðar og lagt á jólalegt salat.

Jólalegt salat

10 möndlur

10 pistasíuhnetur

2 mandarínur

2 bollar lífrænar eco-spírur

2 msk. þurrkuð trönuber

3 msk. granateplafræ

4 stönglar saxað dill

1 tsk. mulinn rósapipar

Ristið möndlurnar og hneturnar á pönnu og myljið þær gróft. Afhýðið mandarínurnar og setjið þær í skál ásamt eco-spírunum og trönuberjunum.

Blandið öllu vel saman og setjið á disk. Stráið granateplafræjunum, dillinu, rósapiparnum og hnetumulningnum yfir.

Fiskrétturinn er borinn fram á jólalegu salati.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.