Innlent

Kynna sér flóttamenn í Danmörku

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Danir hafa langa og mikla reynslu af flóttafólki.
Danir hafa langa og mikla reynslu af flóttafólki. Fréttablaðið/Pjetur
Fjölskylduráð Akraness vill þiggja boð fyrir tvo starfsmenn félagsþjónustunnar um að taka þátt í dagskrá í Kaupmannahöfn með öðru fagfólki frá Íslandi þar sem kynna á þjónustu við flóttafólk.

„Stendur til að kynnast starfsumhverfi í málefnum flóttafólks, hælisleitenda og annarra innflytjenda, skoða móttökuþjónustu, velferðarþjónustu, afleiðingar áfallastreitu, sérstakan stuðning við börn og unglinga,“ segir fjölskylduráðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×