Innlent

Desemberuppbót á næstu dögum

Freyr Bjarnason skrifar
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Ekki er ljóst hvenær desemberuppbót til atvinnulausra verður greidd út en að sögn Gissurs Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnanar, er stefnt að því að það verði fyrir jól.

„Félagsmálaráðherra gefur út reglugerð um greiðslu þessarar desemberuppbótar og þegar hún er komin í hús vindum við okkur í verkið. Hún var ekki komin þegar við hættum í dag [í gær],“ sagði Gissur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×