Innlent

Óbreytt gjöld í skólum Kópavogs

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ármann kr. Ólafsson er bæjarstjóri í Kópavogi þar bæjarstjórnin samþykkti einróma að hækka ekki gjöld í skólum.
Ármann kr. Ólafsson er bæjarstjóri í Kópavogi þar bæjarstjórnin samþykkti einróma að hækka ekki gjöld í skólum. Fréttablaðið/Vilhelm
„Í leikskólum verði leikskóla- og matargjald óbreytt sem og matargjald í grunnskólum. Einnig verði verðskrá dægradvalar óbreytt. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hækka ekki mat fyrir eldri borgara, heimilishjálp eða heimkeyrslu á mat til þeirra,“ segir í fundargerð bæjarstjórnar.

Markmiðið sé að draga úr verðbólgu og liðka til fyrir komandi kjarasamningum. Önnur sveitarfélög og opinberir aðilar eru hvattir tilað falla einnig frá hækkunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×