Lífið

Bóhemar koma saman og lesa ljóð

Ugla Egilsdóttir skrifar
Megan hafði gaman af því að lesa Lóu á ljod.is þegar hún var yngri.
Megan hafði gaman af því að lesa Lóu á ljod.is þegar hún var yngri. Mynd/Einkasafn
Tíu listamenn lesa upp á Ljóðahljóðkvöldi næstkomandi miðvikudagskvöld. Megan Auður Grímsdóttir er ein af ljóðskáldunum sem taka þátt í upplestrinum. Megan ætlar ekki að slamma ljóðin.

„Til þess er ég allt of friðsæl og angurvær. Ég held ég flytji bara ljóð um hversu ástfangin ég er af heiminum og vinum mínum. Ég er með ljóðaseríu sem heitir Ástarljóð til vinkvenna minna.“ Megan tekur þátt með Sólveigu Matthildi Kristjánsdóttur, en þær eru hluti af Fríyrkjunni, sjálfstæðum hópi skálda.

„Við erum tuttugu ljóðskáld í Fríyrkjunni og tökum þátt í ljóðabyltingu sem er í gangi þessa dagana.“

Megan Auður og Sólveig Matthildur eru báðar nítján ára. Ljóðahljóðkvöldið fer fram á Bast, sem er nýr staður á vegum Dóru Takefusa, og hefst klukkan 21. Kynnar kvöldsins eru Egill Tiny og Bragi Páll Sigurðarson. Auk Meganar Auðar og Sólveigar Matthildar kom fram þrjú skáld, þrír rapparar og tveir leikarar. Kvöldið er skipulagt af rapparanum Agli Tiny, fyrrverandi liðsmanni Quarashi, og Karó Antonsen ljósmyndara.

Hér er hlekkur á auglýsingu fyrir viðburðinn á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.