Hundar með flugi í bootcamp-þjálfun Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 6. desember 2013 08:30 Heiðrún Villa Ingudóttir hundaatferlisfræðingur leggur áherslu á að finna rétt prógramm fyrir hvern hund. Flestir hundanna sem koma í þjálfun til Heiðrúnar Villu Ingudóttur, hundaatferlisfræðings á Akureyri, koma með flugvélum frá öðrum landshlutum. Annríkið er svo mikið að fullbókað er í þjálfuninni fram í maí. Heiðrún segir þjónustuna, sem hún kallar bootcamp-þjálfun, þá einu sinnar tegundar á landinu. „Þjálfunin hér er frábrugðin hlýðninámskeiðum sem haldin eru annars staðar. Ég sérhæfi mig í hegðunarvandamálum.“ Hegðunarvandamál hundanna stafa yfirleitt af almennri vanþekkingu á þörfum hundsins, að því er Heiðrún greinir frá. „Okkar samfélag er flókið fyrir marga hunda og áreitið mikið. Margir þeirra fá of mikið frelsi. Eigendurnir vilja vera góðir við hundana sína og leyfa þeim margt. Samtímis eru leiðbeiningarnar ekki nógu góðar og skýrar. Það er misjafnt hvernig hundar höndla það að fá að gera það sem þeir vilja. Þeir geta vanist á slæma hegðun og eigendur verða ráðþrota.“ Að sögn Heiðrúnar er lögð áhersla á að hundar öðlist jafnvægi í þjálfuninni þannig að þeir verði yfirvegaðir. „Margir hundanna sem koma til mín eru stressaðir og eirðarlausir. Þeir fá reynslu af umgengni við börn og aðra hunda. Lögð er áhersla á að finna rétt prógramm fyrir hvern hund. Það sama á ekki við alla. Það þarf að spila þetta eftir hverjum og einum.“Slakað á Mælt er með að hundarnir séu í bootcamp-þjálfuninni í 3 til 4 vikur.Heiðrún, sem einnig fer heim til fólks til þess að taka hund þess í einkatíma, kveðst vera í daglegu sambandi við hundaþjálfara erlendis. „Við hjálpumst að við það að meta hvernig þjálfa eigi viðkomandi hund. Ég hef lært af sjö þjálfurum og er opin fyrir öllum aðferðum. Þannig fást fleiri lausnir og þetta hefur reynst mjög vel.“ Það þarf ekki að taka langan tíma að ráða bót á hegðunarvanda hunda þótt hann hafi kannski varað í langan tíma, að því er Heiðrún tekur fram. „Yfirleitt mæli ég með því að hundarnir séu hér í bootcamp-þjálfun í 3 til 4 vikur. Að því loknu fá eigendur sendan heim yfirvegaðan hund. Þeir fá jafnframt sent myndband og ítarlegar leiðbeiningar til að viðhalda árangrinum. Svo fylgir eilífðarstuðningur frá mér. Fólk er alveg í skýjunum yfir þessu.“ Heiðrún heldur úti heimasíðu þar sem nánar er greint frá þjónustunni. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
Flestir hundanna sem koma í þjálfun til Heiðrúnar Villu Ingudóttur, hundaatferlisfræðings á Akureyri, koma með flugvélum frá öðrum landshlutum. Annríkið er svo mikið að fullbókað er í þjálfuninni fram í maí. Heiðrún segir þjónustuna, sem hún kallar bootcamp-þjálfun, þá einu sinnar tegundar á landinu. „Þjálfunin hér er frábrugðin hlýðninámskeiðum sem haldin eru annars staðar. Ég sérhæfi mig í hegðunarvandamálum.“ Hegðunarvandamál hundanna stafa yfirleitt af almennri vanþekkingu á þörfum hundsins, að því er Heiðrún greinir frá. „Okkar samfélag er flókið fyrir marga hunda og áreitið mikið. Margir þeirra fá of mikið frelsi. Eigendurnir vilja vera góðir við hundana sína og leyfa þeim margt. Samtímis eru leiðbeiningarnar ekki nógu góðar og skýrar. Það er misjafnt hvernig hundar höndla það að fá að gera það sem þeir vilja. Þeir geta vanist á slæma hegðun og eigendur verða ráðþrota.“ Að sögn Heiðrúnar er lögð áhersla á að hundar öðlist jafnvægi í þjálfuninni þannig að þeir verði yfirvegaðir. „Margir hundanna sem koma til mín eru stressaðir og eirðarlausir. Þeir fá reynslu af umgengni við börn og aðra hunda. Lögð er áhersla á að finna rétt prógramm fyrir hvern hund. Það sama á ekki við alla. Það þarf að spila þetta eftir hverjum og einum.“Slakað á Mælt er með að hundarnir séu í bootcamp-þjálfuninni í 3 til 4 vikur.Heiðrún, sem einnig fer heim til fólks til þess að taka hund þess í einkatíma, kveðst vera í daglegu sambandi við hundaþjálfara erlendis. „Við hjálpumst að við það að meta hvernig þjálfa eigi viðkomandi hund. Ég hef lært af sjö þjálfurum og er opin fyrir öllum aðferðum. Þannig fást fleiri lausnir og þetta hefur reynst mjög vel.“ Það þarf ekki að taka langan tíma að ráða bót á hegðunarvanda hunda þótt hann hafi kannski varað í langan tíma, að því er Heiðrún tekur fram. „Yfirleitt mæli ég með því að hundarnir séu hér í bootcamp-þjálfun í 3 til 4 vikur. Að því loknu fá eigendur sendan heim yfirvegaðan hund. Þeir fá jafnframt sent myndband og ítarlegar leiðbeiningar til að viðhalda árangrinum. Svo fylgir eilífðarstuðningur frá mér. Fólk er alveg í skýjunum yfir þessu.“ Heiðrún heldur úti heimasíðu þar sem nánar er greint frá þjónustunni.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira