Gítarleikarinn Bjössi Thor í útrás Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. desember 2013 08:00 Björn Thoroddsen gítarleikari kemur meðal annars fram í kandísku sjónvarpi í mánuðinum. Gítarleikarinn Björn Thoroddsen spilar meira erlendis en hérlendis þessa dagana. „Það má eiginlega segja að hjólin hafi farið almennilega að snúast hjá mér erlendis þegar ég kom fram með Tommy Emmanuel í Háskólabíói 8. janúar 2012,“ segir gítarleikarinn Björn Thoroddsen. Hann kemur fram á tvennum tónleikum í Bandaríkjunum og fimm tónleikum í Kanada í desember. „Ég hef spilað töluvert erlendis en þetta er í fyrsta sinn sem ég kem fram alveg einn og einnig í fyrsta sinn sem ég fer í svona tónleikaferðalag út,“ útskýrir Björn. Þá hefur kanadísk sjónvarpsstöð óskað eftir því að fá að taka upp eina af tónleikum Björns í Kanada sem lýsir líklega best vinsældum hans ytra. „Það er virkilega ánægjulegt að fá svona góð viðbrögð erlendis.“ Tæplega níutíu þúsund manns hafa horft á myndband eitt af Bjössa og Tommy leika á gítar saman á sviði. Nýverið gaf hann út plötuna Bjössi Thor og Bítlarnir en þar er að finna tólf Bítlalög í sérstakri gítarútsetningu og spilar hann lögin einn og óstuddur, þótt stundum hljómi þau eins og í flutningi hefðbundinnar Bítlahljómsveitar með tveimur gíturum, bassa og trommum. „Bítlarnir hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér,” bætir Björn við. Túlkun Björns á Bítlalögunum hefur vakið verðskuldaða athygli á tónleikum hans víða um lönd á síðustu misserum og fyrirhugaðar eru tvær tónleikaferðir í desember, til Kanada og Bandaríkjanna. „Hjálmar W. Hannesson, sem er sendiherra í Winnipeg í Kanada, hefur aðstoðað mig mikið í öllu sem tengist tónleikahaldinu erlendis.“ Björn segist æfa sig á gítarinn í fjórar til fimm klukkustundir á hverjum degi. „Það er mjög mikilvægt að æfa sig því það getur tekið rosalega á að spila einn og óstuddur á tveggja klukkustunda löngum tónleikum og þá má maður ekki gera mistök,“ bætir Björn við. Heilmikið er á dagskránni hjá Birni eftir áramót. „Ég verð nokkurs konar „host“ á „gítar-showi“ í Denver eftir áramót og þar tek ég á móti helstu gítarleikurum Denver og frá svæðinu í kring.“ Þá eru einnig fleiri svokallaðar gítarsýningar sem Björn stendur fyrir erlendis eftir áramót en Gítarveisla Bjössa Thor, sem hefur verið í Salnum í Kópavogi, er orðin að árlegum viðburði hér á landi.Í HÁSKÓLABÍÓ Hér sjáum við Björn Thoroddsen og Tommy Emmanuel skemmta sér saman á sviði. Mest lesið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Sjá meira
„Það má eiginlega segja að hjólin hafi farið almennilega að snúast hjá mér erlendis þegar ég kom fram með Tommy Emmanuel í Háskólabíói 8. janúar 2012,“ segir gítarleikarinn Björn Thoroddsen. Hann kemur fram á tvennum tónleikum í Bandaríkjunum og fimm tónleikum í Kanada í desember. „Ég hef spilað töluvert erlendis en þetta er í fyrsta sinn sem ég kem fram alveg einn og einnig í fyrsta sinn sem ég fer í svona tónleikaferðalag út,“ útskýrir Björn. Þá hefur kanadísk sjónvarpsstöð óskað eftir því að fá að taka upp eina af tónleikum Björns í Kanada sem lýsir líklega best vinsældum hans ytra. „Það er virkilega ánægjulegt að fá svona góð viðbrögð erlendis.“ Tæplega níutíu þúsund manns hafa horft á myndband eitt af Bjössa og Tommy leika á gítar saman á sviði. Nýverið gaf hann út plötuna Bjössi Thor og Bítlarnir en þar er að finna tólf Bítlalög í sérstakri gítarútsetningu og spilar hann lögin einn og óstuddur, þótt stundum hljómi þau eins og í flutningi hefðbundinnar Bítlahljómsveitar með tveimur gíturum, bassa og trommum. „Bítlarnir hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér,” bætir Björn við. Túlkun Björns á Bítlalögunum hefur vakið verðskuldaða athygli á tónleikum hans víða um lönd á síðustu misserum og fyrirhugaðar eru tvær tónleikaferðir í desember, til Kanada og Bandaríkjanna. „Hjálmar W. Hannesson, sem er sendiherra í Winnipeg í Kanada, hefur aðstoðað mig mikið í öllu sem tengist tónleikahaldinu erlendis.“ Björn segist æfa sig á gítarinn í fjórar til fimm klukkustundir á hverjum degi. „Það er mjög mikilvægt að æfa sig því það getur tekið rosalega á að spila einn og óstuddur á tveggja klukkustunda löngum tónleikum og þá má maður ekki gera mistök,“ bætir Björn við. Heilmikið er á dagskránni hjá Birni eftir áramót. „Ég verð nokkurs konar „host“ á „gítar-showi“ í Denver eftir áramót og þar tek ég á móti helstu gítarleikurum Denver og frá svæðinu í kring.“ Þá eru einnig fleiri svokallaðar gítarsýningar sem Björn stendur fyrir erlendis eftir áramót en Gítarveisla Bjössa Thor, sem hefur verið í Salnum í Kópavogi, er orðin að árlegum viðburði hér á landi.Í HÁSKÓLABÍÓ Hér sjáum við Björn Thoroddsen og Tommy Emmanuel skemmta sér saman á sviði.
Mest lesið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Sjá meira