Stelpurnar gangast undir þrekpróf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2013 06:45 Ágúst Jóhannssson, þjálfari kvennalandsliðsins. Mynd/Stefán „Það var mikill stígandi í leik liðsins á milli leikja. Sá fyrsti var ekki góður, miðleikurinn var virkilega góður í 40-45 mínútur og sá síðasti mjög vel útfærður,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins. Stelpurnar töpuðu fyrsta æfingaleik sínum gegn Sviss á fimmtudag en unnu leikina á föstudag og laugardag. Fjölmarga lykilmenn vantaði í lið Íslands. Rakel Dögg Bragadóttir, Rut Jónsdóttir og Stella Sigurðardóttir meiddust allar fyrir helgi en fyrir voru Framararnir Ásta Birna Gunnarsdóttir og Steinunn Björnsdóttir frá vegna meiðsla. „Auðvitað var svekkjandi að lenda í þessum meiðslum. Við vorum án mikilla lykilmanna sem hefði verið gott að nýta tækifærið og vinna með,“ segir Ágúst. Hann bætir því við að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sé að komast á skrið eftir barnsburð og það muni um fjarveru hennar. Þá var Ramune Pekarskyte ekki valin í hópinn. „Þó að það séu engin kynslóðaskipti horfi ég til framtíðar og vil yngja liðið hægt og rólega. Þó spyr ég ekki um aldur á meðan leikmenn eru nógu góðir.“ Íslenska landsliðið mun æfa hér á landi í vikunni. Stelpurnar munu meðal annars gangast undir bæði þrek- og styrktarpróf. „Hraði og líkamlegur styrkur hefur verið hvað mest ábótavant hjá okkur,“ segir Ágúst en stelpurnar munu ýmist æfa einu sinni eða tvisvar á dag í vikunni. Landsliðið hittist næst í mars er liðið mætir Frökkum í tveimur leikjum í undankeppni EM. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Sjá meira
„Það var mikill stígandi í leik liðsins á milli leikja. Sá fyrsti var ekki góður, miðleikurinn var virkilega góður í 40-45 mínútur og sá síðasti mjög vel útfærður,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins. Stelpurnar töpuðu fyrsta æfingaleik sínum gegn Sviss á fimmtudag en unnu leikina á föstudag og laugardag. Fjölmarga lykilmenn vantaði í lið Íslands. Rakel Dögg Bragadóttir, Rut Jónsdóttir og Stella Sigurðardóttir meiddust allar fyrir helgi en fyrir voru Framararnir Ásta Birna Gunnarsdóttir og Steinunn Björnsdóttir frá vegna meiðsla. „Auðvitað var svekkjandi að lenda í þessum meiðslum. Við vorum án mikilla lykilmanna sem hefði verið gott að nýta tækifærið og vinna með,“ segir Ágúst. Hann bætir því við að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sé að komast á skrið eftir barnsburð og það muni um fjarveru hennar. Þá var Ramune Pekarskyte ekki valin í hópinn. „Þó að það séu engin kynslóðaskipti horfi ég til framtíðar og vil yngja liðið hægt og rólega. Þó spyr ég ekki um aldur á meðan leikmenn eru nógu góðir.“ Íslenska landsliðið mun æfa hér á landi í vikunni. Stelpurnar munu meðal annars gangast undir bæði þrek- og styrktarpróf. „Hraði og líkamlegur styrkur hefur verið hvað mest ábótavant hjá okkur,“ segir Ágúst en stelpurnar munu ýmist æfa einu sinni eða tvisvar á dag í vikunni. Landsliðið hittist næst í mars er liðið mætir Frökkum í tveimur leikjum í undankeppni EM.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Sjá meira