Lífið

Draga fram það besta í fólkinu

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Gabríel, Daníel og Andri eru mennirnir á bak við Karma.
Gabríel, Daníel og Andri eru mennirnir á bak við Karma. Fréttablaðið/Stefán
„Markmiðið okkar er að draga fram það besta í öllum einstaklingum með því að standa fyrir frumlegum og skapandi góðgerðum,“ segir Gabríel Þór Bjarnason sem situr í stjórn nýja góðgerðarfélagsins Karma, ásamt Daníel Ólafssyni og Andra Erni Gunnarssyni.

Karma er einstakt félag sem einblínir ekki á eitt málefni heldur ætlar sér að starfa með öðrum góðgerðarfélögum til að efla góðgerðir enn frekar. „Við ætlum að nýta alla nýjustu tæknina til góðgerða eins og Facebook, Instragram og annars konar hugbúnaðarlausna,“ útskýrir Gabríel Þór.

Fyrsta átak Karma kallast Kýlum á það! „Við ætlum að styrkja Kvennaathvarfið með ýmsum hætti í mánuðinum.“

Fyrsti hluti átaksins fer fram í Kringlunni næstkomandi laugardag. „Við verðum með bás þar sem við seljum nælur, auk þess sem við bjóðum fólki að gerast mánaðarlegir styrktaraðilar Kvennaathvarfsins,“ bætir Gabríel Þór við.

Gagnsæi er eitt af lykilatriðum í góðgerðarstarfsemi sem þessari. „Ég minnist alltaf á gagnsæi þegar ég er í samskiptum við samstarfsaðila. Við erum í hundrað prósent samstarfi við Kvennaathvarfið og á öllum viðburðum verður hagsmunafulltrúi frá athvarfinu til að sjá um allt reiðufé.“

Í desember verður ýmislegt í gangi hjá Karma. „Við erum með Instagramleik þar sem við hvetjum fólk til að gera eitthvað fallegt fyrir maka, börn og- eða fjölskyldu og hashtaga #heimilisast. Þá fara þátttakendur í pott og við drögum út fallegasta gjörninginn 7. 14. og 21. desember en vinningarnir eru í veglegri kantinum.“

Einnig verður boðin upp árituð treyja frá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu og svo mun Eva Laufey Kjaran töfra fram alíslenska kjötsúpu sem seld verður fyrir utan Mál og Menningu á Laugaveginu á Þorláksmessu.

Það má lesa nánar um Karma hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.