Yfir þúsund nemendur þurfa hjálp Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. nóvember 2013 10:00 Sigvaldi Fannar Jónsson og Davíð Ingi Magnússon hjá Nóbel námsbúðum. Fréttablaðið/Daníel „Yfir þúsund manns hafa skráð sig á námskeið hjá okkur á þessari önn og þetta er metár hjá okkur,“ segir Sigvaldi Fannar Jónsson. Hann er einn af stjórnendum Nóbel námsbúðanna ásamt Davíð Inga Magnússyni og Atla Bjarnasyni sem stofnaði Nóbel námsbúðirnar haustið 2010. „Það skrá sig sífellt fleiri á námskeið hjá okkur og við höfum aukið starfsemina mikið.“ Fyrirtækið býður nú upp á námskeið fyrir bæði framhaldsskóla- og háskólanema í hinum ýmsu greinum.Atli Bjarnason, stofnandi Nóbel námsbúðaUpprifjunarnámskeið eru nú haldin fyrir áfanga sem kenndir eru í Verzlunarskóla Íslands, Kvennaskólanum, Menntaskólanum í Reykjavík, Menntaskólanum við Sund, Menntaskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands og í Háskólanum í Reykjavík. Í upphafi voru einungis kennd upprifjunarnámskeið í stærðfræði og bókhaldi fyrir viðskiptafræðinemendur Háskóla Íslands. „Þetta eru yfirleitt tíu tíma námskeið sem kennd eru um helgar, þau geta þó verið lengri. Þau eru prófmiðuð þannig að einstaklingarnir þurfa að vita eitthvað um efnið,“ útskýrir Sigvaldi Fannar. Gjaldið fyrir tíu tíma námskeið er um 12.500 krónur. Aðstandendur Nóbel námsbúðanna hvetja fólk til þess að stunda sitt nám samviskusamlega. „Við hvetjum fólk til þess að sinna sínu námi. Það gengur ekki að mæta á upprifjunarnámskeið og vita nákvæmlega ekki neitt um námsefnið.“ Námskeiðin eru ekki háð fjölda. „Ef við auglýsum námskeið þá eru þau kennd, við erum ekki með neinn kvóta sem þarf að fylla,“ segir Sigvaldi Fannar en dæmi eru um að yfir hundrað manns sæki námskeið á borð við almenna sálfræði og lögfræði, en einungis þrír til fjórir stærðfræðiáfanga á lokastigi í framhaldsskóla. Meðalfjöldi nemenda á hverju námskeiði hjá Nóbel undanfarin ár er fimmtán til tuttugu. „Kennslan hjá okkur byggist mest á umræðum, við erum ekki upp við töflu að gjamma. Nemendur í dag kalla eftir meiri umræðum, þá þurfa einstaklingarnir líka að vera virkir.“ Kennararnir á námskeiðunum eru allir vel kunnugir áföngunum. „Þetta er eins konar jafningjafræðsla, þeir sem kenna þurfa að hafa verið í viðkomandi fagi, þeim þarf að hafa gengið vel og svo þurfa þeir að vera góðir í mannlegum samskiptum, það er lykilatriði,“ segir Sigvaldi Fannar spurður um kennarakröfurnar en fjöldi kennara fer eftir fjölda nemenda.Frekari upplýsingar um Nóbel má finna hér.Ragnheiður Braga Geirsdóttir og Daníel Þór Irvine.Reynslusögur nemendaRagnheiður Braga Geirsdóttir24 áraLærir félagsráðgjöf í Háskóla Íslands„Hefði ég ekki farið á þetta námskeið þá hefði ég líklega ekki náð prófinu. Ég skildi ekki um hvað námsefnið snerist fyrr en eftir námskeiðið hjá Nóbel. Þetta var prófið sem ég var mest stressuð fyrir en mér gekk langbest í því, þökk sé Nóbel námskeiðinu og þessu frábæra fólki sem vinnur hjá námsbúðunum. Nóbel er algjör snilld og ég mun hiklaust mæla með þessum námskeiðum við alla.“Daníel Þór Irvine25 áraÁ þriðja ári í viðskiptafræði í Háskóla Íslands„Ég fór í prófbúðir hjá Nóbel fyrstu önnina mína í viðskiptafræði í HÍ. Námskeiðið sem ég skráði mig á var Inngangur að fjárhagsbókhaldi en fjárhagsbókhaldið hafði verið minn Akkilesarhæll þessa fyrstu önn. Ég hafði lítinn áhuga og hafði ekki gefið mér neinn tíma til að sinna þessu samviskulega. Tveimur vikum fyrir prófatörnina sá ég auglýsingu frá Nóbel þar sem hægt var að fara í prófbúðir. Laugardag og sunnudag lærði ég meira en ég hafði gert alla önnina. Ég fékk allt í einu áhuga á fjárhagsbókhaldinu og skildi hversu mikilvægur hluti það var af viðskiptafræðinni. Ég fór síðan í prófið og skellti í 8 og var mjög sáttur við allt saman.“ Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
„Yfir þúsund manns hafa skráð sig á námskeið hjá okkur á þessari önn og þetta er metár hjá okkur,“ segir Sigvaldi Fannar Jónsson. Hann er einn af stjórnendum Nóbel námsbúðanna ásamt Davíð Inga Magnússyni og Atla Bjarnasyni sem stofnaði Nóbel námsbúðirnar haustið 2010. „Það skrá sig sífellt fleiri á námskeið hjá okkur og við höfum aukið starfsemina mikið.“ Fyrirtækið býður nú upp á námskeið fyrir bæði framhaldsskóla- og háskólanema í hinum ýmsu greinum.Atli Bjarnason, stofnandi Nóbel námsbúðaUpprifjunarnámskeið eru nú haldin fyrir áfanga sem kenndir eru í Verzlunarskóla Íslands, Kvennaskólanum, Menntaskólanum í Reykjavík, Menntaskólanum við Sund, Menntaskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands og í Háskólanum í Reykjavík. Í upphafi voru einungis kennd upprifjunarnámskeið í stærðfræði og bókhaldi fyrir viðskiptafræðinemendur Háskóla Íslands. „Þetta eru yfirleitt tíu tíma námskeið sem kennd eru um helgar, þau geta þó verið lengri. Þau eru prófmiðuð þannig að einstaklingarnir þurfa að vita eitthvað um efnið,“ útskýrir Sigvaldi Fannar. Gjaldið fyrir tíu tíma námskeið er um 12.500 krónur. Aðstandendur Nóbel námsbúðanna hvetja fólk til þess að stunda sitt nám samviskusamlega. „Við hvetjum fólk til þess að sinna sínu námi. Það gengur ekki að mæta á upprifjunarnámskeið og vita nákvæmlega ekki neitt um námsefnið.“ Námskeiðin eru ekki háð fjölda. „Ef við auglýsum námskeið þá eru þau kennd, við erum ekki með neinn kvóta sem þarf að fylla,“ segir Sigvaldi Fannar en dæmi eru um að yfir hundrað manns sæki námskeið á borð við almenna sálfræði og lögfræði, en einungis þrír til fjórir stærðfræðiáfanga á lokastigi í framhaldsskóla. Meðalfjöldi nemenda á hverju námskeiði hjá Nóbel undanfarin ár er fimmtán til tuttugu. „Kennslan hjá okkur byggist mest á umræðum, við erum ekki upp við töflu að gjamma. Nemendur í dag kalla eftir meiri umræðum, þá þurfa einstaklingarnir líka að vera virkir.“ Kennararnir á námskeiðunum eru allir vel kunnugir áföngunum. „Þetta er eins konar jafningjafræðsla, þeir sem kenna þurfa að hafa verið í viðkomandi fagi, þeim þarf að hafa gengið vel og svo þurfa þeir að vera góðir í mannlegum samskiptum, það er lykilatriði,“ segir Sigvaldi Fannar spurður um kennarakröfurnar en fjöldi kennara fer eftir fjölda nemenda.Frekari upplýsingar um Nóbel má finna hér.Ragnheiður Braga Geirsdóttir og Daníel Þór Irvine.Reynslusögur nemendaRagnheiður Braga Geirsdóttir24 áraLærir félagsráðgjöf í Háskóla Íslands„Hefði ég ekki farið á þetta námskeið þá hefði ég líklega ekki náð prófinu. Ég skildi ekki um hvað námsefnið snerist fyrr en eftir námskeiðið hjá Nóbel. Þetta var prófið sem ég var mest stressuð fyrir en mér gekk langbest í því, þökk sé Nóbel námskeiðinu og þessu frábæra fólki sem vinnur hjá námsbúðunum. Nóbel er algjör snilld og ég mun hiklaust mæla með þessum námskeiðum við alla.“Daníel Þór Irvine25 áraÁ þriðja ári í viðskiptafræði í Háskóla Íslands„Ég fór í prófbúðir hjá Nóbel fyrstu önnina mína í viðskiptafræði í HÍ. Námskeiðið sem ég skráði mig á var Inngangur að fjárhagsbókhaldi en fjárhagsbókhaldið hafði verið minn Akkilesarhæll þessa fyrstu önn. Ég hafði lítinn áhuga og hafði ekki gefið mér neinn tíma til að sinna þessu samviskulega. Tveimur vikum fyrir prófatörnina sá ég auglýsingu frá Nóbel þar sem hægt var að fara í prófbúðir. Laugardag og sunnudag lærði ég meira en ég hafði gert alla önnina. Ég fékk allt í einu áhuga á fjárhagsbókhaldinu og skildi hversu mikilvægur hluti það var af viðskiptafræðinni. Ég fór síðan í prófið og skellti í 8 og var mjög sáttur við allt saman.“
Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira