Skraflþyrstir Íslendingar fagna Kjartan Atli Kjartansson skrifar 28. nóvember 2013 09:43 Sigrún Helga Lund er ánægð með netútgáfu Skraflsins. Fréttablaðið/Vilhelm Skraflþyrstir Íslendingar geta nú svalað þorsta sínum á netinu, en Skraflfélag Íslands hefur opnað vefsvæði þar sem hægt er að spila leikinn vinsæla á íslensku. Sigrún Helga Lund, einn af meðlimum Skraflfélagsins, segir aðdraganda útgáfu netleiksins stuttan. „Norska skraflkempan Taral Seierstad kom hingað til lands í tengslum við Íslandsmótið í skrafli fyrr í mánuðinum. Við komumst að því að hann hafði forritað netútgáfu skrafls á norsku. Við fengum hann til þess að nota norska gagnagrunninn og setja inn íslenskuna í staðinn,“ segir Sigrún. Oft er talað um að íslenskan sé flókið mál og fjöldi orða og orðmynda í skraflinu rennir stoðum undir þær tilgátur. „Taral hélt að við hefðum gert einhver mistök, því hann fékk 2,2 milljónir orða og orðmynda. Til samanburðar eru þær þrjú hundruð þúsund í ensku og fjögur hundruð þúsund í norsku,“ útskýrir Sigrún. Skraflfélagið fékk að notast við gagnagrunn Stofnunar Árna Magnússonar. „Kristín Bjarnadóttir ritstjóri Beygingarlýsingar íslensks nútímamáls, var okkur innan handar. Þaðan fengum við stóran hluta orða og orðmynda sem við þurftum í netleikinn, en við þurfum að bæta við óbeygjanlegum orðum,“ segir Sigrún. Skraflfélag Íslands er vaxandi samtök og hittast meðlimir reglulega. „Við hittumst fyrsta miðvikudag hvers mánaðar á Café Haítí klukkan 20. Næsti hittingur er einmitt næsta miðvikudag og eru allir velkomnir,“ segir Sigrún. Hægt er að spila netútgáfu skraflsins á slóðinni ordaleikur.appspot.com. Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Skraflþyrstir Íslendingar geta nú svalað þorsta sínum á netinu, en Skraflfélag Íslands hefur opnað vefsvæði þar sem hægt er að spila leikinn vinsæla á íslensku. Sigrún Helga Lund, einn af meðlimum Skraflfélagsins, segir aðdraganda útgáfu netleiksins stuttan. „Norska skraflkempan Taral Seierstad kom hingað til lands í tengslum við Íslandsmótið í skrafli fyrr í mánuðinum. Við komumst að því að hann hafði forritað netútgáfu skrafls á norsku. Við fengum hann til þess að nota norska gagnagrunninn og setja inn íslenskuna í staðinn,“ segir Sigrún. Oft er talað um að íslenskan sé flókið mál og fjöldi orða og orðmynda í skraflinu rennir stoðum undir þær tilgátur. „Taral hélt að við hefðum gert einhver mistök, því hann fékk 2,2 milljónir orða og orðmynda. Til samanburðar eru þær þrjú hundruð þúsund í ensku og fjögur hundruð þúsund í norsku,“ útskýrir Sigrún. Skraflfélagið fékk að notast við gagnagrunn Stofnunar Árna Magnússonar. „Kristín Bjarnadóttir ritstjóri Beygingarlýsingar íslensks nútímamáls, var okkur innan handar. Þaðan fengum við stóran hluta orða og orðmynda sem við þurftum í netleikinn, en við þurfum að bæta við óbeygjanlegum orðum,“ segir Sigrún. Skraflfélag Íslands er vaxandi samtök og hittast meðlimir reglulega. „Við hittumst fyrsta miðvikudag hvers mánaðar á Café Haítí klukkan 20. Næsti hittingur er einmitt næsta miðvikudag og eru allir velkomnir,“ segir Sigrún. Hægt er að spila netútgáfu skraflsins á slóðinni ordaleikur.appspot.com.
Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira