Lífið

Fíaskó í bílskúrnum

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Haraldur Guðmundsson og Sigurjón gefa borðspilið út ásamt Ágústi Þór Ágústssyni sem vantar á myndina.
Haraldur Guðmundsson og Sigurjón gefa borðspilið út ásamt Ágústi Þór Ágústssyni sem vantar á myndina.
„Það skemmtilegasta við að gefa út spilið eru viðbrögðin sem við höfum fengið við því og að vita til þess að vinahópar og fjölskyldur séu að skemmta sér konunglega í Fíaskó,“ segir Sigurjón Jónsson, einn útgefenda orðskýringa- og látbragðsspilsins Fíaskó. Spilið kom fyrst út árið 2011 og seldist upp.

„Við ákváðum að gefa spilið út aftur vegna vinsælda fyrra spilsins. Spilið hefur verið uppfært, nú er það fjórar umferðir í stað þriggja. Búið er að bæta við flokkum og spurningum og ýmsu fleira,“ útskýrir Sigurjón.

Þrír æskuvinir standa að útgáfunni. „Við erum bara með þetta í bílskúrnum heima hjá okkur. Við lukum allir námi í viðskiptafræði árið 2008 og fengum þessa hugmynd, að gefa út borðspil. Við létum verða af því árið 2011 og lentum heldur betur í samkeppni. Mörg góð spil komu út það ár, en okkar seldist upp og gekk gríðarlega vel,“ segir Sigurjón. Spilið er komið í verslanir og hefur fengið góðar viðtökur, til dæmis hæstu einkunn frá vefsíðunni Nörd Norðursins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.