Lífið

Dóttir Clint Eastwood vill ógildingu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan og fyrirsætan Francesca Eastwood, dóttir stórleikarans Clint Eastwood, gekk í það heilaga með Jordan Feldstein, bróður leikarans Jonah Hill, í Las Vegas fyrir viku. Nú vill hún ógilda brúðkaupið.

Heimildarmaður Us Weekly segir þau hafa anað út í giftinguna og að þau hafi í raun ekki vitað hvað þau væru að gera.

Jordan er umboðsmaður tónlistarmanna á borð við Maroon 5 og Robin Thicke en hann og Francesca voru aðeins búin að vera saman í stuttan tíma þegar þau giftu sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.