Lífið

Fyrirtækin óð í sálma Friðriks

Friðrik Ómar Hjörleifsson hefur í nægu að snúast þessa dagana.
Friðrik Ómar Hjörleifsson hefur í nægu að snúast þessa dagana. mynd/gassi
Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson hefur fengið fjölda fyrirspurna frá fyrirtækjum og samtökum, um að koma fram í fyrirtækjum og á mannfögnuðum í tilefni nýju plötunnar Kveðja, sálmar og saknaðarsöngvar.

„Ég er mjög þakklátur fyrir þann áhuga sem mér hefur verið sýndur en þykir samt pínu undarlegt að flytja sálma í hádegishléum í fyrirtækjum, jólaglöggum eða árshátíðum,“ segir Friðrik Ómar léttur í lundu.

Hann er mikið bókaður í desember. „Ég er að syngja á 26 jólatónleikum í desember og kemst því lítið í fyrirtækin.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.